Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Siðferðislega ögrandi veruleiki og svartur húmor

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ása Baldursdóttir, dagskrástjóri Bíó Paradísar, deilir sínum sakbitnu sælum með lesendum.

Happiness (1998)
Philip Seymour Hoffman (blessuð sé minning hans) situr alltaf í mér í þessari mynd. Leikstjórinn Todd Solondz setur áhorfandann á óþægilegan stað, sama hvort þú fílar þessa mynd eða ekki, því það er listilega gert með atriðum þar sem maður veit hreinlega ekki hvernig maður á að bregðast við eða hvað manni á að finnast. Það er svo erfitt að segja hvaða tónn er sleginn í myndinni, er þetta írónísk gamanmynd eða svipmynd af tilvistarkreppu mannsins þar sem allir eru á endanum einmana? Hún er eiginlega alveg sér á báti þar sem fólk á erfitt með að átta sig á því hvort myndin snúist um að vera átakanleg harmsaga eða kómedía. Það er í raun nördabrautin sem þessi kvikmynd tekur á endanum. Það er svo ruglað að vita ekki enn, eftir 20 ár, hvað manni í raun og veru finnst!

Bad Boy Bubby (1993)
Svartasta gamanmynd sem þú hefur séð eða Kafka-ísk martröð? Maður spyr sig. Hún fékk sjúklega lélega dóma á sínum tíma og sjokkeraði marga. Bubby hefur aldrei farið út úr skítugri íbúðinni þar sem hann býr með móður sinni í mjög undarlegri veröld, siðferðislega ögrandi veruleika. Þegar pabbi hans dúkkar upp kynnist hann heiminum í fyrsta sinn, menningu, öðru fólki, kynlífi, vísindum, trúarbrögðum og tónlist. Þetta er ein sú besta, ruglaðasta og költaðasta mynd sem hef séð og ég elska!

Fucking Åmål (1998)
Frumraun sænska leikstjórans Lukas Moodyson er algerlega sakbitin sæla hjá mér. Hún fjallar um tvær stúlkur í smábæ í Svíþjóð, önnur er vinsæl og hamingjusöm en hin einmana og vinafá. Það er svo listilega vel gert að gera mynd sem gerist á litlum stað sem samt snertir svo við öllu mannlegu og þar af leiðandi er myndin alþjóðleg. Myndin fjallar um fyrstu ástina – án þess að verða of fókuseruð á það að hún sé „gay“ eða fjalli um lesbíur. Það í raun skiptir ekki máli. Ég get horft á þessa mynd aftur og aftur og aftur og aftur. Scandinavian Pain eftir Ragnar Kjartansson kemur reglulega upp í hugann líka þegar ég horfi á hana.

The Room (2003)
Hvað getur maður sagt? Þetta ER ein besta VERSTA mynd allra tíma. Ég set bara nokkrar beinar tilvitnanir í myndina, þær tala sínu máli: „Everybody betrayed me! I’m fed up with this world!“ – „I definantly have breast cancer“ – „You’re tearing me apart, Lisa!“ –„In a few moments, bitch!“  –  „Anyway, how is your sex life?“ Ég vil bæta því við að við verðum með þátttökusýningu á myndinni á föstudagspartísýningu 6. júlí næstkomandi klukkan 20!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -