Miðvikudagur 6. nóvember, 2024
5.1 C
Reykjavik

Sigfús er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Séra Sigfús Baldvin Ingvason, fyrrverandi prestur í Keflavík, er látinn sextugur að aldri. Hann fæddist á Akureyri þann 10. apríl árið 1963. Foreldrar hans eru Ingvi Svavar Þórðarson og Ásgerður Snorradóttir. Frá andlátinu er sagt á kirkjan.is.

Sigfús varð cand. theol. frá Háskóla íslands 1. febrúar árið 1992. Hann hafði um tíma umsjón með sunnudagaskóla í Digranessókn og sá um barna- og æslulýðsstarf KFUM og KFUK. Hann var fræðari á fermingarnámskeiðum í Skálholti og hafði umsjón með félagsstarfi fatlaðra í Reykjavík.

Séra Sigfús var vígður þann 15. ágúst árið 1993 og var settur sóknarprestur í Útskálasókn í Kjalarnesprófastsdæmi. Þann 15 ágúst árið 2001 var hann skipaður prestur í Keflvíkurprestakalli, Kjalarnesprófastsdæmi. Hann baðst lausnar frá embætti þann 1. ágúst árið 2015 af heilsufarsástæðum.

Eftirlifandi eiginkona Sigfúsar er Laufey Gísladóttir. Dætur þeirra eru Birta Rut Tiasha og Hanna Björk Atreye.

Margir minnast séra Sigfúsar að góðu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -