Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Sigga Kling reyndi að fá Helga Björns í einkasöng: „Maður vill bara hafa Helga sinn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sesselja Sig­ríður Ævars­dótt­ir eða Sigga Kling líkt og hún er gjarnan kölluð, á 62 ára afmæli í dag. Lífskúnstnerinn Sigga hefur skemmt landanum um áraraðir og er leitun að vinsælli veislustjóra en hún er þekkt fyrir skrautlegan persónuleika og lifandi framkomu.

Mannlíf hringdi í Siggu og spurði hana út í afmælisdaginn og tók hún bara vel í spjallið.

„Í tilefni dagsins byrja ég á því að vinna hjá stóru fjölmiðlafyrirtæki, klukkan tvö. Svo fer ég að vinna hjá hjúkrunarkonu og síðan hjá Landspítalanum. Og svo kem ég heim seint og um síðir og ánægð með lífið því ég held upp á afmæli mitt þegar mér sýnist,“ sagði Sigga eldhress og bætti við: „Sko, Covid tók af mér sextugsafmælið svo ég hringdi í Helga Björns og ætlaði að fá hann til að spila heima hjá mér en hann sagðist þurfa hljóðfæraleikara en það var of crowded fyrir minn smekk. Maður vill bara hafa Helga sinn.“

Þegar blaðamaður Mannlífs skýtur því inn í að Helgi hafi verið heima hjá fólki í gegnum sjónvarpið svaraði Sigga um hæl: „Já en ég vildi fá að snerta hann. Ekki á ógeðslegan hátt, ég var bara að tala um skóna hans kannski.“

En aftur að afmælisdeginum í dag. Fær Sigga ekki einu sinni köku í tilefni dagsins?
„Jú,jú, dóttir mín kom með kökur hérna og blöðrur og flugelda og ég veit ekki hvað. En hún vakti mig ekki, þegar ég vaknaði var þetta komið.“

En hvað er framundan hjá afmælisbarninu?

- Auglýsing -

„Það stefnir í rosalega gott sumar af því að maður er orðinn svo frjáls og svo þakklátur að þurfa ekki að vera með grímuna, því maður er svo sætur. En maður gat reyndar leyft sér að vera með fýlusvip á meðan maður var með grímuna. En svona það sem stendur upp úr í sumar er að ég ætla að fara á hattavikuna í London, 2.-8. ágúst og ég ætla að bjóða með mér öllum konum og mönnum sem vilja koma með mér, ópólitískt, það eina sem tengir okkur eru hattar og barmmerki með íslenska fánanum. Og bara vera saman og tengjast, það verður enginn fararstjóri, hver getur farið með sínu flugi. Þetta snýst bara um að vera saman og búa til skemmtilegheit.“

Mannlíf óskar Siggu Kling innilega til hamingju með afmælið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -