Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Siggi stormur segir skítakulda í öllum kortum: „En það er vonar­neisti í næstu viku“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Búast má við á­fram­haldandi frosti um helgina, en út­lit er fyrir snjó­muggu austan til á landinu og í­búar á höfuð­borgar­svæðinu mega eiga von á háum frost­tölum, en Þetta segir Sigurður Þ. Ragnars­son – Siggi Stormur – í samtali við Fréttablaðið:

„Ég á von á því að tuttugu stiga frost múrinn falli í inn­sveitum norðan­lands. Það kæmi mér ekki á ó­vart að kulda­met myndi falla á ein­staka veður­at­hugunar­stöðvum á þeim svæðum. Það verður næðingur í þessu, þó verður hann hægur í þessu mesta frosti fyrir norðan.“

Bætir þessu við:

„Þetta er harður vetur sem er að geisa hér á landi núna og menn eru orðnir hund­leiðir á þessum jóla­snjó. Það verður næðingur, napurt og kalt. Eigi menn á­huga­mál sem þeir geta stundað inni, þá er þetta tíminn fyrir það. Sumir elska þetta, til að mynda jeppa­kallarnir. Þeir geta notað trylli­tækin í þessu veðri. En kulda­legt er það,“ segir Siggi og heldur áfram:

„Á höfuð­borgar­svæðinu sýnist mér frostið fara mest í tíu til fjór­tán stig á laugar­daginn, sér­stak­lega að nætur­lagi þegar kaldast er. Það verður kalt alla helgina, það er ekkert launungar­mál. Það verður á­fram tveggja stafa frost­tölur víðast hvar á landinu. Ég sé ekki betur en það. Við erum enn þá að tala um það að ein­hvers staðar á landinu alla helgina verði frostið yfir tuttugu stig.“

En Siggi stormur er líka með von í hjarta varðandi veðrið:

- Auglýsing -

„Ég hef séð þetta skemmti­legra. Þetta er orðið gott í bili, því það er búið að vera tals­vert frost síðan í desember og enn er að kólna. En það er vonar­neisti í næstu viku. Þessar lægðir sem eru langt fyrir sunnan land, vonandi ná þær að klóra ein­hverju hlýrra lofti á landið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -