„Ógeðsfrásögnin!!! Ég rakst á nýtt blað frá Skotvís sem gefur í skyn að það sé „Fagrit um skotveiðar og útivist“. Ég sá meðal annars meðfylgjandi mynd af Sigurði nokkrum Sigfússyni saltfisk sölumanni og frásögn hans af ógeðslegu drápi hans á skógarbirninum á myndinni. Í textanum kemur fram hvað honum finnst hann vera mikil hetja og eins kemur fram í textanum undir myndinni að hann „hafi haft betur í viðureign við þennan myndarlega björn í Síberíu“.
Þvílík öfugmæli, þvílíkur skepnuskapur – lesið lýsinguna á því hvernig hann murkar lífið úr aumingja birninum og að síðustu skýtur hann björninn í fótinn.“
Þetta skrifar Sighvatur Lárusson nokkur í færslu á Facebook sem vekur strax mikil viðbrögð þó ný sé. Hann vitnar í umrætt tímarit og segir Sigurð saltfisksölumann pynta dýrið. Verst sé að lesa hve stoltur hans sé af því.
„Aumingja björninn sem Sigurður réðist á með stórum rilffli. Riffli sem hann skaut með aftur og aftur í aumingjans dýrið því auðvitað hitti hann ekki í hjartastað! Nei hann plammaði bara einhverstaðar enda með skítinn í brókunum af hræðslu,“ skrifar Sighvatur augljóslega hneykslaður.
Hann heldur svo áfram: „Fyrst sendir hann menn til að króa aumingjans dýrið af og leiða það í átt til sín – dýrið átti ekki séns – og Sigurður stendur og skýtur fjórum skotum í dýrið, en því seinasta í fótinn – í fótinn ! hetjulegt !! en dýrið var alls ekki dautt þrátt fyrir það, heldur emjar og grenjar af sársauka !
– Þvílíkt karlmenni !
– þvílík hetja !
– þvílíkur veiðimaður !
– Þvílík blaðamennska að taka svona viðtal !
– Þvílík fagmennska !
Hann vitnar svo beint í umrædda grein í blaðinu Skotvís. „Við fundum dýrið sem ég náði uppi í fjallinu fyrir framan okkur og einn Rússinn og Norðmaðurinn bruna þá af stað með látum sitthvoru megin við björninn og komast upp fyrir hann. Þá snýr hann við og kemur niður gil og við stillum okkur upp miðað við að hann komi fyrir framan okkur og myndi nálgast okkur beint en ekki hlaupa framhjá. Ég stillti mér upp með byssuna aftan á snjósleðanum og rússinn í gúmmístígvélum er við stýrið. En þá birtist björninn óvænt til hliðar við okkur, ekki lengra en 40-50 metra frá okkur,“ segir í greininni og svo er haldið áfram:
„Ég öskra og þá brunar rússinn rakleiðis af stað á sleðanum þannig að ég dett og mátti litlu muna að skot hlypi af. Ég stend síðan upp, miða og skýt á dýrið, sem fellur framyfir sig þegar kúlan hittir það, fer kollhnís og lendir á tré. Ég horfi smástund og svo stendur hann bara upp aftur og öskrar á mig. Ég öskra á móti og skýt hann aftur í bringuna og þá starir hann á mig, læsir svo skoltunum í skotsárið og virðist rífa flyksu úr sér og öskrar enn hærra.
Ég öskraði bara á móti og hlóð og skaut aftur og enn hélt það áfram. Ég hlóð þá síðasta skotinu og miðaði á löppina á honum og loks datt hann og stóð ekki upp aftur.
Þegar ég ætlaði að hlaða aftur þá man ég að ég titraði allur og skalf og missti skotin í snjóinn. Nú lá bangsi bara og öskraði einu sinni enn svo glumdi í fjallasalnum í kringum okkur.“
Sighvatur segir þetta ógeðslega frásögn. „Það er ömurlegt til þess að vita að „fagrit um skotveiði“ skuli fær „veiðimönnum“ heim í stofu frásagnir af svona drápum og reyni að færa í hetjubúning með orðalagi eins og að fyrrnefndur Sigurður “ . . . . . hafi haft betur í viðureign . . . . “ ! Þetta er ógeðsleg frásögn af slátrun á dýri sem var lokkað að byssukjaftinum af hrópandi mönnum á snjósleðum ! þvílíkir aumingjar – þvílíkar mannleysur ! Svo eru aðrar myndir af Sigurði í blaðinu með hinum ýmsu dýrum sem hann hefur skotið með riffli með kíki og úr fjarlægð – dýrum sem áttu ekki séns! Hetja!
Sighvatur ber þessa veiði svo við lög á Íslandi til samanburðar. „Ef Reglugerð um stjórn hreindýraveiða til samanburðar er skoðuð kemur eftirfarandi fram: „Óheimilt er veiðimanni að skjóta frá vélknúnu farartæki og ekki má smala hreindýrum á ákveðinn veiðistað. Sært dýr ber að aflífa þegar í stað.“
Sigurður smalaði bangsa til sín með vélknúnum farartækjum. Sigurður aflífaði ekki björninn samkvæmt frásögninni heldur hlustaði á hann öskra af sársauka eftir fjögur skot og þar af eitt í fótinn. Skotvís er með frásögn sinni að vísa í veiðar í Síberíu – þar sem væntanlega eru litlar eða engar reglur um veiðar. Það er ástæðan fyrir því að hetjur frá Íslandi fara og gera það sem þeir mega ekki gera á Íslandi. Gott að geta farið annað til að þurfa ekki að vera þjakaður af „íþýngjandi reglum um dráp á dýrum“,“ skrifar Sighvatur og heldur áfram:
„Skoðum reglugerðina nánar: „Leiðsögumanni með hreindýraveiðum ber að sjá til þess að sært dýr sé fellt þegar í stað.“Þetta skiptir væntanlega engu máli í Síberíu! „Brot gegn reglugerð þessari varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. „Tilraun til brota gegn reglugerð þessari varða refsingu sem fullframið brot, sbr. III. kafla almennra hegningarlaga. Hið sama gildir um hlutdeild í brotum. Mál út af slíkum brotum sæta meðferð opinberra mála.“ Þá fer maður til Síberíu og fremur glæpinn þar! Eengin fjárans lög sem taka tillit til dýra !! Þetta er ógeðslegt ! og ógeðslegt af Skotvís að birta svona frásagnir af mönnum sem fara til útlanda til að stunda veiðimennsku sem er klárlega lögbrot hér á landi !!
„Fagrit um skotveiðar“ þvílík öfugmæli og hræsni!!“