Föstudagur 25. október, 2024
3.2 C
Reykjavik

Sigmundur Davíð segir plastpokabann Alþingis skaðlega sýndarmennsku

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Hér er um að ræða mál sem er mjög lýsandi því miður fyrir það hvernig menn nálgast allt of oft umhverfismálin með því sem er ekki hægt að kalla annað en sýndarmennsku,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um ákvörðun Alþingis að banna einnota plastpokanotkun árið 2021.

Alþingi samþykkti í gær lög sem kveða á um bann við einnota plastpokum árið 2021. „Hér er ekki verið að líta á heildaráhrif vandamálsins eða hvernig lausnir séu raunverulega best til þess fallnar að draga úr vanda,“ segir Sigmundur. Hann vitnar til þess að um  90% af plasti sem er í hafinu komi úr aðeins tíu fljótum. Átta séu í Asíu og tvær í Afríku,

„Það er ekki mikið um að það plast sem við nota hér á Íslandi í umbúðir eða plastpoka í verslunum fari út í haf. Ef sú væri raunin þyrfti að passa betur upp á að pokar væru ekki á foki og enduðu í hafi.“

Sigmundur bendir á að framleiðsla margnota poka þarfnist mikillar orku. „Í Skotlandi árið 2006 var til skoðunar að samþykkja frumvarp í líkingu við það sem við ræðum hér. Skoska þingið ákvað hins vegar að taka sér tvö ár í að reyna að meta heildaráhrifin af löggjöfinni og hvort aðrar leiðir kynnu að vera betri. Niðurstaðan var sú að það væri umhverfislega óæskilegt að banna plastpokana. Bréfpokar sem kæmu í staðin hefðu meiri áhrif á ýmsa þætti umhverfis,“ sagði Sigmundur við þingið.

Hann nefndi einnig að breska umhverfisráðuneytið hefð komist að því árið 2012 að margnota bómullarpokar þyrfti að nota 176 sinnum til að áhrifin yrðu minni en af notkun plastpoka.

„Það var sama til hvaða þátt var litið. Hvort sem það var áhrif á lífríki í sjó eða loftlagsmálin að áhrifin af öðrum lausnum; bómullarpokum sérstaklega en einnig bréfpokum og maíspokum. Þær lausnir höfðu á heildina litið meiri neikvæð umhverfisleg áhrif. Því hljótum við að vilja líta til rannsókna í öðrum löndum þegar þær gefa til kynna að það séu til betri leiðir en þær sem við erum að fara núna. Þótt þær leiðir kunni að falla ekki jafn auðveldlega að tíðaranda dagsins með því að segja við ætlum að banna plastpoka og þar með leysa vanda heimsins. það er nefnilega ekki svo einfalt og jafnvel að það geti haft skaðlegar afleiðingar í för með sér. Samanber þegar allir voru hvattir til að keyra um á dísilbílum áður en menn skoðuðu heildarmyndina og rannsóknir leiddu í ljós að þær ályktanir höfðu allar verið byggðar á röngum forsendum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -