Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Sigmundur Davíð skálar á meðan þjarmað er að Samherja

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vikulega tekur ritstjórn Mannlífs saman hverjir hafi átt góða og slæma viku. Þessi lentu á lista.

Góð vika – Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Tónskáldið Hildur Guðnadóttir og söngvarinn og sjarmörinn Raggi Bjarna áttu heldur betur góða viku. Hildur heldur áfram að slá í gegn vestanhafs og vann á dögunum Hollywood Music in Media-verðlaunin í flokknum Besta frumsamda tónlist í kvikmynd fyrir tónlistina í Joker, á meðan Raggi fær heiðurslaun listamanna. Með hliðsjón af því að síðarnefndu verðlaunin eru meðal annars veitt þeim sem hafa varið starfsævi sinni til listar, er óhætt að segja að Raggi sé vel að þeim kominn, enda búinn að vera í framvarðarsveit íslenskrar tónlistar síðustu 70 ár. Icelandair Group hafði líka ástæðu til að skála því samkvæmt lista Frjálsrar verslunar, 300 stærstu, er það stærsta fyrirtæki landsins. Og ef Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur einhvern tíma haft ástæðu til að opna kampavínsflösku þá er það nú, þökk sé gullfiskaminni þjóðarinnar, því Miðflokkurinn mælist næststærsti flokkur landsins samkvæmt nýjustu skoðanakönnun MMR. Ekki amalegt það fyrir flokk sem fyrir aðeins ári var að sumra mati búinn að vera eftir fíaskóið á Klausturbar.

Slæm vika – Samherji
Óhætt er að segja að samfélagsmiðlastjörnur hafi átt betri daga því í vikunni sló Neytendastofa á puttana á Sólrúnu Diego og Tinnu Alavisdóttur fyrir að birta duldar auglýsingar á Instagram. Sólrún brást illa við og segir Neytendastofu vera leiksopp í höndum óvina sinna. Ófarir íslenskra áhrifavalda eru þó litlar samanborið við raunir Samherjamanna. Því var spáð að þeir yrðu tíðir gestir hér eftir umfjöllun fjölmiðla um viðskipti þeirra í Namibíu og með tilliti til umræðunnar undanfarið hefur sú spá gengið eftir. Þannig kom í ljós í vikunni að Sainsbury’s kaupir ekki lengur fisk af Samherja (það er þó ótengt Namibíumálinu) og önnur verslunarkeðja, Marks and Spencer íhugar stöðuna. Þá er Þorsteinn Már Baldvinsson hættur í stjórn 14 fyrirtækja og eftirmaður hans Björgólfur Jóhannsson hefur fengið bágt fyrir yfirlýsingu fyrirtækisins þess efnis að Helgi Seljan hafi logið þegar hann sagði að „yfir þúsund störf“ hafi tapast í namibískum sjávarútvegi vegna Samherja. Nei, það sér ekki fyrir endann á raunum Samherjamenna sem verða líklega áfram fyrirferðamiklir í þessum dálki.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -