Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Sigríður aðstoðar Guðmund Inga

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigríður Halldórsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra samkvæmt vef Stjórnarráðsins.

 

Sigríður er með BA-próf í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst og meistaragráðu í alþjóðasamskiptum frá IBEI, Institut Barcelona d’Estudis Internacionals, í Barcelona á Spáni.

Sigríður hefur síðastliðin tíu ár unnið við fréttir, fréttaskýringar og dagskrárgerð á RÚV. Hún hefur meðal annars unnið við fréttaskýringaþáttinn Kveik, verið umsjónarmaður í Landanum og samið og séð um sjónvarpsþættina Ævi og Rætur. Sigríður hefur fjórum sinnum hlotið Eddu-verðlaun ásamt félögum sínum fyrir sjónvarpsþáttagerð og fyrr á árinu var hún valin Sjónvarpsmaður ársins á Eddunni. Árið 2018 var Sigríður auk þess tilnefnd til Blaðamannaverðlaunanna fyrir umfjöllun um plastmengun.

Maki Sigríðar er Jón Ragnar Ragnarsson, kennari við Menntaskólann við Hamrahlíð, og eiga þau tvær dætur; Urði 9 ára og Hallveigu 3 ára.

Sigríður Halldórsdóttir tekur við starfi Sigríðar Víðis Jónsdóttur sem verið hefur aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherra frá því í júní 2018. Hún hefur störf 9. desember.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -