Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Lyfju, hefur sent þeim viðskiptavinum afsökunarbeiðni sem urðu fyrir því að starfsmaður fletti upp á þeim í lyfjaskrá. Mogginn fullyrðir að um sé að ræða þjóðþekkta einstaklinga og að Vítalía Lazareva sé til rannsóknar fyrir slíkt trúnaðarbrot.
Óljóst er hvað lögreglan er að aðhafast gagnvart Vítalíu en fullyrt er að hún hafi ekki verið yfirheyrð. Gísli Freyr Valdórsson, blaðamaður Morgunblaðsins, hefur fjallað um upplýsingalekann og tengt nafni Vítalíu. Mogginn segir í dag að beiðni um fyrirgefningu komi fram í bréfum sem send voru fórnarlömbum lyfjafyrirtækisins …