Hæfisnefnd sem dómsmálaráðherra skipaði hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu sé hæfust af sjö umsækjendum um embætti ríkislögreglustjóra til að gegna embættinu.
Nefndin taldi þrjá umsækjendur hæfa í stöðuna, Sigríði Björk og Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á Norðurlandi eystra og Páll Winkel, fangelsismálastjóra.
Heimildir Fréttablaðsins herma að Halla og Páll hafi fengið tækifæri um síðustu helgi til þess að fara yfir rökstuðning nefndarinnar.
Aðrir umsækjendur um stöðuna voru Arnar Ágústsson, öryggisvörður, Grímur Grímsson, tengslafulltrúi Íslands hjá Europol, Kristín Jóhannesdóttir, lögfræðingur og Logi Kjartansson, lögfræðingur.
Skipun í embættið var frestað til 15. mars, þar sem hæfisnefnd hafði ekki lokið sinni vinnu, en skipa átti í embættið 1. mars.