Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Sigríður er látin: Hjúkrun var ævistarf hennar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sig­ríður Jó­hanns­dótt­ir, fyrr­ver­andi skóla­stjóri Hjúkr­un­ar­skóla Íslands, lést 23. júní á Land­spít­ala í Foss­vogi eft­ir stutt veik­indi, 91 árs að aldri. Frá þessu segir í Morgunblaðinu.

Sirgíður fædd­ist á Ak­ur­eyri 11. nóv­em­ber 1929. Hún starfaði um tima á skrif­stofu KEA en inn­ritaðist svo í Hjúkr­un­ar­skóla Íslands. Hún lauk þaðan prófi í mars 1954. Hún hélt til Banda­ríkj­anna og lauk námi í gjör­gæslu­hjúkr­un. Eft­ir heim­kom­una var Sig­ríður heima­vinn­andi á meðan börn­in voru ung en vann auka­vakt­ir á Landa­koti og Borg­ar­spít­al­an­um eft­ir ástæðum. Árið 1973 fór hún í fulla vinnu utan heim­il­is og hjúkrun varð ævistarf hennar.

Árið 1979 réðst hún sem kenn­ari við Hjúkr­un­ar­skóla Íslands, varð yfir­kenn­ari 1982 og skóla­stjóri 1983-1987. Þá var skól­inn lagður niður og allt hjúkr­un­ar­nám flutt á há­skóla­stig. Sig­ríður var í broddi fylk­ing­ar um að sam­eina allt hjúkr­un­ar­nám á Íslandi á há­skóla­stigi. Á ár­un­um 1988 til 1993 var hún hjúkr­un­ar­for­stjóri Heil­brigðis­stofn­un­ar Suður­nesja í Kefla­vík.

Eig­inmaður Sig­ríðar var Valtýr Bjarna­son, yf­ir­lækn­ir. Hann lést árið 1983. Börn þeirra eru: Bjarni, Jó­hann, Valtýr og Sig­ríður Þór­dís. Sig­ríður átti 13 barna­börn og 10 barna­barna­börn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -