Laugardagur 21. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Sigríður Hrönn er látin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigríður Hrönn Elíasdóttir, fyrrverandi oddviti og sveitarstjóri Súðavíkur, lést þann 5. október eftir erfiða baráttu við MND-sjúkdóminn, Hún varð aðeins 65 ára .
Sigríður Hrönn fæddist í Reykjavík 6. ágúst 1959. Foreldrar hennar voru
Elías Ben Sigurjónsson og Ingibjörg Ólafsdóttir. Fjölskylda Sigríðar flutti til
Súðavíkur þar sem hún ólst upp.

Árin 1979-1980 var hún útibússtjóri Kaupfélagsins í Súðavík. Hún
lét að sér kveða í verkalýðsmálum og átti sæti í stjórn verkalýðsfélagsins á
staðnum. Eftir eitt ár í vinnu hjá Sparisjóði Súðavíkur tók hún að sér framkvæmdastjórn sveitarfélagsins, auk þess að vera oddviti hreppsnefndar frá kosningum 1986. Hún var ráðin sem sveitarstjóri í Súðavík 1990 og var í því starfi þegar snjóflóð féll á Súðavík
í janúar 1995 og mæddi mikið á henni á erfiðum tímum.

Sigríður Hrönn lét af starfi sveitarstjóra sumarið 1995 en hélt áfram í hreppsnefnd sem
oddviti þar til kjörtímabilinu lauk 1998. Samhliða störfum í hreppsnefnd var hún svæðisfulltrúi Rauða krossins á Vestfjörðum. Einnig starfaði hún í Sparisjóði Súðavíkur og var starfsmaður Vinnumálastofnunar Vestfjarða frá 2001 til 2006 þegar hún flutti til Reykjavíkur. Hún starfaði sem fjármálastjóri hjá Vélsmiðju Orms og Víglundar til ársins 2022.

Árið 1997 greindist Sigríður með MS-sjúkdóminn. Hún náði aldrei bata en lærði að lifa með honum. Haustið 2019 veiktist hún af MND-sjúkdómnum. Morgunblaðið sagði frá andláti Sigríðar Hrannar og rakti æviferil hennar.

Eftirlifandi börn Sigríðar Hrannar og Óskars Elíassonar eru Alda Björk og Örvar Snær. Hún eignaðist fimm barnabörn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -