Mánudagur 25. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Sigríður ræktar Great Dane: „Þetta er stundum svona nettur dýragarðsfílingur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigríður Jónsdóttir er sú eina sem ræktar hundategundina Great Dane eða Stóra Dana hér á landi og er óhrædd við að fara ótroðnar slóðir. Ræktun Sigríðar heitir Determination Great Danes og lætur hún drauma sína rætast. Má með sanni segja að hún sitji ekki auðum höndum.
Sigríður býr með manni sínum, Magnúsi Kjartani Eyjólfssyni og börnum við Laugarvatn. Þar eru þau með búskap, fjárhund, þrjá Stóra Dana, einn Saint Bernharðs og einn Franskan bulldog.

Sigríður, Magnús Kjartan og Kumpel

Sigríður og Magnús eiga heimili þar sem er svo sannarlega líf og fjör en eiga þau fjórar hörku duglegar stelpur saman. Sigríður á úr fyrra sambandi Kolbrúnu Ninnu 11 ára og Bríeti Klöru 9 ára, þá á Magnús hana Maríu Dögg 12 ára. Saman eiga þau svo Ronju Rún sem er 20 mánaða.
Magnús er tónlistamaður og því kemur fyrir að hann fari í burtu vegna vinnu. Það sem flestum yrði ofviða að hugsa til þess að sjá um heimilið og allt sem því fylgir, samhliða námi, virðist ekki stressa Sigríði en segir hún að allt gangi yfirleitt ótrúlega vel.

Systurnar Kolbrún Ninna og Bríet Klara dregnar áfram af Benna og Avu

Hvaðan kemur áhuginn á hundum?
Sem barn segir Sigríður að henni hafi alltaf langað í hund, hún hafi reynt allt og komið heim með hunda í heimilisleit. Hún hafi þó undantekningarlaust verið send með þá til baka en átti þetta í raun við um öll dýr.

„Ég gerði tilraunir til þess að koma heim með hvolpa, kom jafnvel heim með fleiri en einn. Það var eiginlega alveg sama hvaða dýr það voru, þá vildi ég bara eiga þau,“ segir Sigríður og hlær.

Benedikt og hvolpasveitin

Segir hún það hafa verið sitt fyrsta verk er hún flutti að heiman að eignast hund. Draumurinn rættist loks er hún fékk lítinn blendings-hvolp upp í hendurnar sem hún skírði Erró. Hann varð því miður ekki langlífur en veiktist hann og dó aðeins sex mánaða. Stuttu áður hafði Sigríður rekið augun í auglýsingu sem vakti athygli hennar en hafði hana alltaf dreymt um að eignast Stóra Dana en tegundina sá hún fyrst í bók sem barn. Í auglýsingunni var einn slíkur sem var í heimilisleit.
Eins og henni einni er lagið rauk hún af stað, tók með sér samstarfskonu og keyrði út á land til þess að hitta hundinn.

JCh INTCh RW Determinations Anything is Possible “Urður“

„Við bara tókum strauið án þess að gera mér nokkra grein fyrir því hvað ég væri að gera sko, keyrði um á smábíl og tók hann með mér heim sama kvöld“.

Þetta var upphafið af því sem átti eftir að verða ástríða Sigríðar, hundurinn stóri sem hét Gleðigjafa Kerúb.
„Það var bara ást við fyrstu sýn, hann var stórkostlegur hundur,“ segir Sigríður og ljóst er að tengingin við hundinn var sterk.

- Auglýsing -

„Ég hafði svo mikla elju fyrir því að eignast þessa tegund að ég lét þetta bara ganga“. Bætir hún við að hún hafi fengið mikla hjálp frá ættingjum og vinum.

Sigríður eignaðist síðar tík sem var undan systur Kerúbs en dó hún vegna magasnúnings. Útskýrir hún að magasnúningurinn sé frekar algengt vandamál hjá stórum hundum og í sumum tilvikum erfitt að meðhöndla. Eftir að stóru góðvinir hennar tveir kvöddu ákvað Sigríður að bíða og leyfa stóru dönunum að deyja út á landinu.

Líf ræktandans. Sigga sofandi í gotkassa í fæðingu

„Ég vildi svolítið sjá þennan gamla stofn deyja út, upp á heilbrigði og skyldleika og annað slíkt, það var eitthvað sem heillaði mig ekki við það. Síðan árið 2013 flyt ég inn fyrstu tíkina mína frá Bandaríkjunum og flutti inn rakka frá Austurríki á móti henni, hann Mojo“.
Undan þeim kom eitt got, 14 hvolpar, 13 sem lifðu og hafa hvolparnir frá Sigríði verið heilsuhraustir. Mojo dó einnig vegna magasnúnings en segir hún að vissu leyti vera fegin að hennar hundar lendi í því en ekki þeir sem fara á ný heimili, reynslan sé afskaplega erfið eins og gefur að skilja.

- Auglýsing -

Ræktunin
Eftirspurn blíðu risanna segir hún vera mikla. Fólk átti sig þó oft ekki nægilega vel á ábyrgðinni.
„Yfir árið fæ ég gríðarlegt magn af fyrirspurnum, fæstir gera sér grein fyrir kostnaðnum og vinnunni og að þetta sé skuldinding til að lágmarki 10 ára,“segir Sigríður en er lífaldur stóru hundanna lægri en minni hunda.
Þá segir hún vinnuna í kring um gotin og hundana gríðarlega.

„Þú þarft að vaka yfir þeim, vakta að tíkin leggist ekki ofan á þá, passa að þeir séu að þyngjast, passa upp á tíkina. Það verður enginn ríkur af hundarækt, ekki nema vera með fyrirtæki í kringum þá“.
Sigríður segir mikilvægt að lyfta umræðunni upp á það plan að meta hvað ræktendur eru að gera. Þá séu ræktendur sem betur fer flestir í þessu til þess að vanda sig, ekki til þess að græða. Þó séu nokkur skemmd epli, en fá.

Sigga og Mojo

Sigríður er þakklát fyrir að eiga í góðu sambandi við þá sem hafa fengið hjá henni hvolp.
„Ég fylgi bara svolítið með“ .Þykir henni mikilvægt að fá að fylgjast með hundunum. Þá hafi hún ákvæði um það að ef hundur úr hennar ræktun þurfi að einhverjum ástæðum nýtt heimili þá komi hann til baka til hennar.
Fyrirkomulag Sigríðar er til fyrirmyndar og skín það í gegn hvernig hún talar um hundana og eigendur þeirra. Hver einasta ákvörðun er vandlega hugsuð. Þá umhverfisþjálfar hún hvolpana alveg frá byrjun og leggur gríðarlegan metnað í það sem hún gerir. Hundarnir fá allir fyrsta flokks fóður, Eukanuba frá Petsmart

Fjölskyldan fékk á dögunum nýjan risa í fjölskylduna.
„Þetta er búið að vera ár í ferli, þetta var kærkomin jólagjöf að fá hana heim núna,“ en setti heimsfaraldurinn meðal annars strik í reikninginn.

RW Hipogryf Kumpel

Hundarnir hennar Sigríðar eru gullfallegir og hafa fengið frábæra dóma á sýningum. Hún segist þó fyrst og fremst rækta fjölskylduhunda sem fylla heimili af gleði, sýningarnar eru plús.

Hver er í uppáhaldi?
„Ég á elsta Saint Bernard hund á landinu, hann er kast,“ en hundurinn Benedikt (10 ára) er einstakur. Hann hefur í gegnum tíðina látið sig hverfa, stolið mat, velt sér upp úr drullu rétt fyrir sýningu og einfaldlega látið Sigríði hafa fyrir sér. Hún segist elska alla hundana sína en Benedikt eigi sérstakan stað í hjarta hennar. Þau hafi verið óaðskiljanleg síðan hún fékk hann aðeins 8 vikna gamlan.

„Við erum hálfpartinn eitt, við eigum ákaflega sérstakt samband. Maðurinn minn grínast stundum með það að ef ég þyrfti að velja, Magga eða Benna, þá myndi hann verða fyrri til og fara og pakka niður í tösku,“ segir hún og hlær.

Myndi ekki breyta neinu
Fólk á stundum erfitt með að skilja þennan lífsstíl, en það finnst Sigríði allt í lagi.
„Fólk þarf ekki að skilja þetta, ég myndi ekki vilja þetta öðruvísi“.

Sigríður hefur svo sannarlega látið drauminn rætast og er stelpan sem kom heim með hunda í leyfisleysi orðin einn glæsilegasti ræktandi landsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -