Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Sigríður sár: „Ekki auðvelt að útskýra þetta fyrir grátandi börnunum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigríður nokkur, þriggja barna móðir sem langaði til að fá hvolp í fjölskylduna, segir farir sínar ekki sléttar í samskiptum við hundaræktanda sem sveik hana. Hún segir fjölskylduna í sárum eftir að fjölskyldunni var leyft að tengjast hundinum Ask, sem fæst svo ekki afhentur.

„Þetta var mjög leiðinlegt og sárt fyrir alla fjölskylduna. Ég var það reið og sár að mér finnst mikilvægt að segja frá þessu,“ segir Sigríðu. Hún segir að fjölskyldan hafi misst mikinn fjölskylduvin, hund sem dó í febrúar síðastliðinn vegna aldurs. Eftir mikla sorg við þann missi var á endanum ákveðið að fá annan hund á heimilið og því segir Sigríður það svo sárt fyrir börnin að vera svikin um hvolpinn. Í gegnum allt ferlið fékk fjölskyldan send myndbönd af hvolpinum litla og fengu þau sjálf að nefna hann. Fyrir vikið voru fjölskyldumeðlimirnir búnir að mynda ákveðin tengsl við dýrið þegar allt brást. Þegar svo var komið að þeim degi að fjölskyldan fengi að sjá dýrið í fyrsta sinn fór ræktandinn fram á helmings fyrirframgreiðslu og þegar Sigríður óskaði eftir kvittun fór allt í bál og brand.

Sigríður sagði sögu sína í færslu á Facebook í hópi hundaeigenda. Fjölmargir eigendur risu upp á afturlappirnar eftir frásögn hennar og kölluðu eftir nafnbirtingu hundaræktandans sem fór svona illa með fjölskylduna. Það vill Sigríður ekki gera í samtali við Mannlíf og til að koma ekki óorði á alla ræktendur umræddrar hundategundur kemur tegundanafnið ekki fram hér. Svona segir Sigríður frá:

„Vildi segja ykkur frá mjög svo ömurlegu atviki. Í október fæddust litlir hvolpar á höfuðborgarsvæðinu. Við fjölskyldan vorum svo heppin að vera valin úr hópi fólks sem eigendur eins rakkans. Við erum fyrrum eigendur þessarar tegundar og vissum hvað við vorum að fara út í. Við nefndum hvolpinn sem seljandi svo notaði þegar hún sinnti honum. Við fengum myndir og video af hvolpinum nánast daglega og vorum öll orðin mjög spennt. Við keyptum búr, dalla, beisli, taum, bangsa og annað sem þessu fylgir og áttum að fá hann afhendan milli jóla og nýárs. Í gær rann svo upp stóra stundin sem dætur mínar voru búnar að bíða eftir…við máttum loksins hitta hann Ask okkar,“ segir Sigríður og heldur áfram:

„Áður en við fórum sendi konan mér skilaboð um að greiða helming uppsetts verðs við komuna og hafa hluta í seðlum. Ég sagðist geta það og spurði hvort ég fengi ekki nótu/kvittun (svo ég hefði eitthvað í höndunum um þessi kaup). Seljandinn neitaði því, og sagðist ekki lengur vilja selja mér hvolpinn! Svo blokkaði hún mig og svaraði ekki síma þegar við hringdum og reyndum að fá útskýringu á þessu. Mér finnst þetta vægast sagt MJÖG óheiðarlegt og illa gert af þessari manneskju!!! Það var ekki auðvelt að útskýra þetta fyrir grátandi börnunum í gær! Ég vona svo innilega að þetta sé einsdæmi, að aðrir seljendur hagi sér ekki svona hræðilega eins og umrædd manneskja! Það gefur auga leið að kaupandi á alltaf rétt á kvittun, þó það sé ekki nema handskrifað á posted miða því við erum ekki að tala um einhverjar 20 þús kr hér…rétt eins og seljandi tryggir sig með greiðslu frá kaupanda hlýtur kaupandi að mega tryggja sig með kvittun frá seljanda!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -