Þriðjudagur 26. nóvember, 2024
2.7 C
Reykjavik

Sigríður þorir ekki að skrifa um íslenskan sigur í júróvisjón: „Jafn hissa á gosinu og allir aðrir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Nei, ég læt iþróttaviðburði og Júróvisjón alveg í friði“, segir Sigríður Hagalín Björnsdóttir,  fréttamaður, sagnfræðingur og rithöfundur og hlær innilega aðspurð að því hvort hún geti gefið spádóm um gengi Íslendinga á alþjóðavettvangi.

Sá grunur hefur læðst að sumum landsmönnum að Sigríður sé ef til vill skyggn en tvær af þremur metsölubókum hennar hafa verið merkilega forspáar á atburði.

Fyrst kom einangrun…

Fyrsta skáldsaga Sigríðar, Eyland, fjallar um hvernig þjóðin myndi reyna að bjarga sér ef upp kæmi sú staða að Ísland myndi missa allt samband við umheiminn og skip og flugvélar skiluðu sér ekki heim. Óneitanlega dettur þeim sem hafa lesið bókina samsömun við Covid-19 faraldurinn í hug og sú einangrun sem honum hefur fylgt.

Sigríður segir að hún líti ekki svo en samþykkir að þó sé um nokkuð merkilega tilviljun að ræða. „Eyland fjallar meira um algjöra einangrun. Ekkert sjónvarp, ekkert internet.  Það hefur aftur á móti sjaldan eða aldrei verið meira upplýsingaflæði en í Covid faraldrinum. Við stöndum líka í sömu sporum og allur heimurinn og maður upplifir sig sem heild. Það eru jú allir að takast á við það sama.“

Svo kom gos…

- Auglýsing -

Í nýjustu bók Sigríar, Eldarnir, sem kom út 2020 eru tilviljanirnar jafnvel enn meira sláandi. Það er  fjallað um þá stöðu sem upp kemur þegar jarðskjálftar skekja Reykjanesskaga og eldfjöllin eru vakna til lífsins eftir 800 ára hlé. Söguhetjan er eldfjallafræðingurinn Anna, forstöðumaður Jarðvísindastofnunar. Óneitanlega verður manni hugsað til Kristínar Jónsdóttur jarðskjálftafræðings og eldgosana sem geysa þessa þessa dagana.

Sigríður er kíminn þegar þetta er borið undir hana. „Þetta eru allt tilviljanir og ég var jafn hissa á gosinu og allir aðrir. Reyndar var Þorbjörn aðeins byrjaður þarna og á tímabili hélt ég að hreinlega að bókin væri ónýt,“ segir Sigríður. Þarna vísar Sigríður til þess að að í janúar 2020 var óvissustig Almannavarna virkjað í grennd við fjallið vegna óvenu mikils landris.

„Þegar það kom hrina byrjuðu heljarinnar samskipti við útgefandann!”

- Auglýsing -

Fortíðin öruggari

Sigríður segir að því fylgi ábyrgð að fjalla um samtímann. „Það getur verið svo mikið rétt og svo mikið rangt í því sem maður skrifar og maður veit ekki í hvaða átt hlutirnir fara. Hættan liggur í hlutarins eðli. En ég ætla bara svo innilega að vona að endarnir sem voru í bókunum rætist ekki!“

Aðspurð hvort von sé á nýrri bók, sem hugsanlega feli í sér nýja spádóma, hlær Sigríður.  „Sennilegast er öruggast að skrifa um atburði í fortíðinni í næstu bók.“

Og hvenær megum við eiga von á nýrri bók?  „Tja, hingað til hafa bækurnar mínar komið út á tveggja ára fresti. Ég er allavega byrjuð í rannsóknarvinnu fyrir þá næstu,“ segir Sigríður Hagalín Björnsdóttir, sem ekki er skyggn svo því sé haldið til haga.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -