Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Sigrún grátbiður um hjálp: „Ég bara get ekki verið svona lengur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Í gær átti ég frábæran dag, þangað til, allt einu, eins og hendi væri veifað að ég fékk ég kvíðakast, mjög slæmt kvíðakast“

Sigrún Sigmarsdóttir er þunglyndis- og kvíðasjúklingur sem telur rétt á að vekja athygli á sögu sinni og annarra sem eiga við sama sjúkdóm að stríða. Hún á betri daga en hún á líka miklu verri daga, daga sem reynast henni óskaplega erfiðir.

„Ég var að baka ketó súkkulaðiköku, glöð og kát og full tillhlökkunar að smakka hana. En áður en ég vissi af leið mér eins og ég væri að fara í blóðsykurfall” segir Sigrún.

Hún rauk til og mældi blóðsykurinn sem reyndist í fínasta lagi og þá vissi hún hvað var að gerast, hún var að fá slæmt kvíðakast.

Sigrún Sigmarsdóttir

Líðanin hræðileg

Sigrún byrjaði að kúgast illlega og tók kvíðatöflu í kjölfarið. ,,Taflan tekur rúman klukkutíma að virka svo ég lagðist út af í fóstustellingu á meðan ég hélt áfram að kúgast og kúgast. Líðanin var hræðileg, blóðþrýsingurinn rauk upp og ég tók blóðþrýstingslyf.

- Auglýsing -

Sigrún lagði það þó á sig að fara í að elda kvöldmat þótt erfitt væri. „Loksins hafði ég jólahangikjötið í matinn því ég náði ekki að elda það um jólin og hlakkaði mikið til. Ég lagði líka í að gera uppstúf sem reyndar smakkaðist guðdómlega“.

Hef aldrei fengið jafn slæmt kast

Til að passa blóðsykurinn verður Sigrún að borða á 2ja til 3ja tíma fresti svo það var ekkert val um að borða kvöldmatinn. Hún gat komið ofan í sig einni sneið því enn kúgaðist hún mikið þar sem taflan var greinilega ekki farin að virka.

- Auglýsing -

„Því næst rauk ég upp á salernið, eitthvað sem ég hef aldrei gert áður þegar ég fæ kvíðakast og kastaði þrisvar sinnum upp. Það var mjög óvenjulegt því ég kasta aldrei upp, ekki einu sinni þegar ég fæ gubbupest.

Sigrún segir gærdaginn hafa verið hræðilegan, svo veik hafi hún verið. „Ég var einnig í miklu kvíðakasti  og lagðist í rúmið með kaldan þvottarpoka yfir enninu, emjandi af vanlíðan. Á allri minni ævi hef ég aldrei fengið jafn slæmt kast og í gær“.

Íslenska heilbrigðiskerfið gallað

Sigrún segist ekki vera að leita eftir vorkunn heldur vilji hún benda á galla í íslenska heilbrigðiskerfinu. Hún fær ekki aðgengi að sálfræðingi á sjúkrahúsinu í sínum heimabæ, Suðurnesjum, og finnst það langt frá því að vera boðlegt. Það kostar 15.000 þúsund að leita til einkarekins sálfræðings og það sé langt því frá að allir hafi efni á því. ,,Ég er nokkuð viss um að ég þyrfti að koma einu sinni í viku til að byrja . Og þá yrði þetta 60.000 kr. mánuðurinn. Ég hef einfaldlega ekki efni á því.”

Hef lent í mörgu á lífsleiðinni

Sumir kasta kannski fram spurningunni af hverju Sigrún telji sig þurfa á sálfræðingi að halda? Hún segir ástæðuna vera þá að þurfi að finna rót vandans, af hverju hún fái þessi erfiðu kvíðaköst. Hún þurfi sárlega á sálfræðingi að halda.

„Ég hef lent í ýmsu á lífsleiðinni minni og mörgum áföllum og þarf hjálp við að finna út hvað veldur kvíðaköstunum. Þetta getur verið eitthvað í fortíðinni eða eitthvað nýlegra. Ég get ekki áttað mig á því án sérfræðihjálpar. Læknirinn minn er búinn að senda sálfræðingi HSS beiðni um að hann taki mig í viðtal, ítreka hana og mun ítreka hana aftur á morgun“.

Sigrún segir að ástandið geti ekki varað svona lengur, hún gangi ávallt með kvíðatöflur á sér því hún viti aldrei hvenær næsta kast komi.

„Ég bara get ekki verið svona lengur. Ég geng með kvíðartöflur á mér, því ég veit aldrei hvenær kastið kemur“.

Biðlar til stjórnmálamanna

Sigrún sendi tveimur þingmönnum skilaboð til að benda þeim á vandamálið, að ekki sé að boðlegt að þurfa að bíða árum saman eftir sálfræðþjónustu. Hún biður Pál Mangússon og Ásmund Friðriksson að ræða við við Svanvandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, og leita svara.

„Ég er ekki sú eina sem er að bíða. Ein vinkona mín er enn að bíða eftir aðstoð vegna fæðingaþunglyndis og það eru komnir 16 mánuðir síðan hún sótti um að komast til sálfræðings. Klárlega ætti fólk ekki að bíða árum saman eftir aðstoð við fæðingarþunglyndi“.

Því má við bæta að tveir þingmenn voru snöggir til svara. Ásmundur Friðksson sendi Sigrúnu línu þar sem hann segir: „Þetta er leitt að heyra. Það var gert átak í sálgæslu á heilsugæslustöðvum og sérstaklega á HSS. Ég er ekki með þetta allt í hausnum en klárlega ætti fólk ekki að bíða árum saman“.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sendi Sigrúnu aftur á móti lengri og ítarlegri skilaboð eins og hér má sjá:

Æ elsku, þetta hljómar ekki vel. Hvað varðar okkar afstöðu eða hvað við getum gert þá lögðum við fram frumvarp um að niðurgreiða sálfræðiþjónustu í þrígang (2017, 2018 og 2019). Og það var samþykkt loksins og varð að lögum núna 1. janúar. Ríkisstjórnin hins vegar neitaði að fjármagna málið. Þannig að það mun ekki virka almennilega fyrr en það verði tryggt fjármagn í málið. Það að auka aðgengi fólks að sálfræðiþjónustu er eitt af okkar helstu baráttumálum í Viðreisn. Það er ekki bara lífsnauðsynlegt, heldur líka þjóðhagslega hagkvæmt. Mikilvægt forvarnar- og lýðheilsumál“.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -