Laugardagur 4. janúar, 2025
-4.2 C
Reykjavik

Sigrún María einkaþjálfari með hugmyndir að hollu nesti fyrir fólk á ferðinni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einkaþjálfarinn Sigrún María Hákonardóttir er 28 ára gömul og heldur úti heimasíðunni FitBySigrun þar sem hún deilir meðal annars æfingum og hollum uppskriftum. Sigrún María hefur áður gefið lesendum Mannlífs góðar hugmyndir að sniðugum æfingum sem hægt er að gera með börnunum í sumarfríinu. Nú eru hins vegar margir á faraldsfæti, sérstaklega um verslunarmannahelgina sem nálgast óðum, og því báðum við Sigrúnu Maríu að gefa lesendum hugmyndir að hollu og góðu nesti fyrir alla fjölskylduna.

Einkaþjálfarinn Sigrún María deilir 5 æfingum sem hægt er að gera með börnunum

„Ég segi við alla sem koma til mín eða leita ráða hjá mér að banna sér ekki neitt, allt er leyfilegt en að velja ávallt hollari valkostinn ef hann er í boði,” segir Sigrún María. „Það breytist eitthvað við að hugsa svona og svo mikilvægt að upplifa ekki samviskubit þó svo að maður fái sé eitthvað sem flokkast sem óhollt. Síðan er gott að eiga fína vatsnflösku sem gerir það skemmtilegra að drekka vatn jafnt og þétt yfir daginn og að hafa það markmið að ná allavega einum ávexti og einu grænmeti inn í daginn, allt annað er bónus,” bætir hún við.

Hvað er hægt að grípa úti í búð?

Sigrún segir mikilvægt að nesti í ferðalögum sé einfalt og fljótlegt.

„Þegar ég hugsa út í sniðugt nesti á ferðinni hugsa ég hvað sé hægt að grípa í matvörubúð og hafa lítið fyrir að útbúa. Hér er nesti sem ég mæli með á ferðinni, sérstaklega ef þú ert með fjölskyldu,” segir Sigrún María. „Flatkaka með hummus, kjúklingaskinku og klettasalati (má sleppa). Hægt er að fá sér tvær svona í hádegismat ásamt epli og/eða gulrótum eða eina í millimál,” bætir hún við og lætur fylgja með hvað þarf að kaupa í nestið:

Álpappír eða plastpoka til að geyma nesti í
Flatkökur
Hummur
Kjúklingaskinka
Klettasalat
Plasthníf eða eitthvað til að smyrja hummus með

- Auglýsing -
Það er leikur einn að grípa með sér ávexti í ferðalagið.

„Síðan sem millimál er voða sniðugt að kippa með sér grískri jógúrt eða skyri, Hleðslu eða Hámark, banana, epli, hnetusmjör/möndlusmjör og auðvitað plasthníf, skeið og plastpoka,” segir Sigrún María. Hér á eftir eru nokkur millimál sem hún mælir með:

Grísk jógúrt með múslí (hægt að kaupa tilbúið).
Grísk jógúrt með smá hnetu- eða möndlusmjöri og epli.
Skyr með smá hnetu- eða möndlusmjöri og banana.
Hleðsla/Hámark og banani.
Banani með hnetu- eða möndlusmjöri.
Epli með hnetu- eða möndlusmjöri.

Sigrún María er hreystin uppmáluð.

Einn dagur í einu

En hvernig er best fyrir fólk að byrja að breyta um mataræði og velja hollari valkosti?

- Auglýsing -

„Tileinka sér hugarfarið að taka einn dag í einu er mjög góð byrjun og að ætla sér ekki of mikið. Að byrja mjög smátt og gera það að vana, til dæmis byrja bara á því að bæta inn ávöxtum í mataræðið, eða drekka vatn reglulega yfir daginn. Þegar það er orðið að vana, að vinna þá í að koma góðum vana á fyrstu máltíð dagsins og svo koll af kolli. Vera þolinmóð/ur með þetta því þetta gæti tekið nokkra mánuði og þú munt stundum ná að halda þér á beinni línu en þú munt líka detta útaf sporinu, en þá er mikilvægt að koma sér aftur á réttu leiðina.”

Myndir / Berglind Jóhannsdóttir og úr einkasafni

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -