Sigrún nokkur, íbúi í Langholtshverfinu á mynd dagsins sem sýnir hundaskít á stigapallinum fyrir framan útidyrnar hjá viðkomandi. Hún segir þetta hvorki í fyrsta skipti né annað skipti sem hundurinn virðist gera sér leið til að kúka á stigapallinum.
„Ég bý í húsi hér í hverfinu sem er með opnu stigahúsi. Bý á annari hæð, svo það hundkvikindi sem skilur eftir sig svona á stigapallinum við útidyrnar hjá mér þarf að vera með einbeittan brotavilja að gera stykkin sín akkúrat þar. Verðið þið vör við lausa hunda hér i hverfinu? Ég trúi þvi ekki að eigandi fylgi hundi sínum hingað upp til að gera stykkin sín. Þetta er ekki í fyrsta skipti og heldur ekki í annað skiptið,“ segir Sigrún ósátt.
„Þvílíkur viðbjóður,“ segir annar íbúi hverfisins sem tjáir sig undir mynd Sigrúnar og færslu hennar inni í íbúahópi hverfisins á Facebook. Annar íbúi segir því miður ekkert annað í stöðunni en að banna hundahald í þéttbýli.