Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Sigrún spyrnti sér upp af botninum: „Vona að ég geti notað mínar verstu upplifanir öðrum til gagns“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigrún Sigurðardóttir, jafningjafræðari hjá Bataskóla Íslands sagði frá sinni reynslu af fíkn í hlaðvarpi velferðasviðs Reykjavíkurborgar á dögunum.

Sigrún hefur verið án efna og áfengis í rúm tíu ár, en hún fór í langtímameðferð og sótti svo um Grettistak, sem er 18 mánaða endurhæfingarúrræði fyrir fólk sem er að koma úr neyslu.

„Það var hjálp í því að hafa stuðning. Maður þarf nefnilega að byggja sér upp algjörlega nýtt líf þegar maður kemur úr svona heimi og finna sér nýtt fólk.“

Við þurfum tengsl og tilgang segir hún, en það var það sem hún fann í Grettistaki.

„Þetta var staður sem mér fannst gott að vera á, svo ég fór að vera með handavinnutíma og skáktíma í sjálfboðaliðastarfi. Síðan fékk ég launaða vinnu hjá þeim á sumrin og þar var mér svo bent á að sækja um sem jafningjafræðari í Bataskólanum.“

Sigrún er með bipolar og segist ennþá fá maníur og mjög erfið þunglyndisköst.

- Auglýsing -

„En nú er ég með verkfæri til að koma mér á betri stað frá þeim. Þess vegna finnst mér ég lifa í bata með sjúkdómnum, því hann tekur ekki yfir líf mitt þegar hann lætur á sér kræla.

Það er mikið af fólki þarna úti sem er að þjást. Ég hef mikla samúð með fólki og stundum langar mig að gera meira en ég get og má. Ég vona að ég geti notað mínar verstu upplifanir til að gera öðrum til gagns.

Ég hef fundið leið til að gera það, með því að deila af mér, í von um að einhver meðtaki eitthvað af því sem ég er að segja. Ég fékk mikla hjálp frá öðru fólki sem var tilbúið að deila af sér og segja sína sögu. Það er það besta sem ég veit að sjá fólk ná árangri. Það er svo fallegt sjá fólk sem hefur þjáðst taka gleði sína á ný.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -