Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Sigurður G. ekki lögmaður karlanna í heita pottinum: „Það eru aðrir lögmenn sem sjá um þessi mál“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég sá það bara á Facebook að ég væri það sko. Ég er ekki lögmaður þeirra,“ sagði Sigurður G. Guðjónsson hæstarréttarlögmaður í viðtali við Mannlíf.
Mennirnir sem um ræðir eru þeir sem Vítalía Lazareva talaði um í podcast þættinum Eigin konur á þriðjudag.

Í þættinum lýsir hún ítarlega þeim atvikum sem áttu sér stað í sumarbústað og í golfferð þar sem hún hitti mennina með þáverandi ástmanni sínum. Mennirnir eru allir vel þekktir og valdamiklir í þjóðfélaginu.

„Það er nú bara algjör misskilningur,“ bætti Sigurður við en var hann sagður lögmaður mannanna í umræðu á samfélagsmiðlum í kjölfar viðtalsins.
„Það eru aðrir lögmenn sem sjá um þessi mál sko,“ sagði Sigurður en ekki liggur fyrir hverjir séu lögmenn mannanna.

Enginn þeirra sem komu við sögu í sumarbústaðnum eða golfferðinni hafa tjáð sig um ásakanar um kynferðisbrot gagnvart Vítalíu eða að hafa farið langt yfir hennar mörk. Þjóðþekktur fjölmiðlamaður sem sakaður er um að hafa misboðið henni í umræddri golfferð sagði við Mannlíf að hann hefði ekki tíma til þess að ræða málið.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -