- Auglýsing -
Sigurður G. Guðjónsson er ekki sáttur við hvernig KSÍ hefur tekið á málum landsliðsmanna sem sakaðir hafa verið um ofbeldisfulla hegðun á samfélagsmiðlum nú um nokkurra mánaða skeið.
Sjá einnig: Segir tvo þjóðþekkta Íslendinga hafa nauðgað sér ítrekað: „Ég skila skömminni, FOKKIÐ YKKUR “
Sigurður G. spyr einfaldlega:
„Hvar endar þessi vitleysa.“
Bætir við:
„Merkileg yfirlýsing landsliðsþjálfara. Eru mótfallnir ofbeldi, eins og forseti Íslands segist vera, en taka svo þátt í ofbeldi með útskúfum landsliðsmanna, nú síðast þess leikmanns sem þjóðnað hefur íslenskri knattspyrnu betur en flestir aðrir.“
Þarna á Sigurður við landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson, sem sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann hafnar alfarið að hafa beitt nokkurn einstakling ofbeldi, og er ósáttur við að fá ekki að spila fyrir Ísland í komandi landsleikjum.