Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Sigurður Hafberg er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigurður Jóhann Hafberg athafnamaður á Flateyri er látinn, 64 ára að aldri. Hann fæddist 5. janúar árið 1959 og lést þann 11. janúar.

Sigurður bjó á Flateyri allt sitt líf. Sigurður er þekktur sem ferðafrömuður á Flateyri undanfarin ár. Hann hét úti gistiþjónustu, kaffihúsi, og kajakleigu auk annarar þjónustu við ferðafólk. Hann starfaði um árabil við sjómennsku og var lengi á togaranum Gylli ÍS.

Lýður Árnason læknir sendir honum kveðju á Facebook.

„Hann bar öll öll sérkenni Vestfirðings, gat allt og gerði allt. Þykkjan á sínum stað, skrápurinn og þar fyrir innan eldur sem logaði glatt á góðum stundum hans.

Íris Hafberg, dóttir Sigurðar, sendir honum falleg kveðjuorð á Facebook.

„Ég er innilega þakklát fyrir að hafa átt pabba sem fékk okkur til að hugsa og gagnrýna og trúi því að það hafi gert okkur að betri manneskjum. Hann og mamma voru samheldin og hafa gert allt sem þarf, og svo ótal margt umfram það fyrir okkur fjölskylduna sína, og alla hina líka,“ skrifar Íris og er þakklát að hafa fengið að kveðja og ganga með honum síðasta spölinn.

- Auglýsing -

Mannlíf sendir fjölskyldu Sigurðar samúðarkveðju.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -