Föstudagur 13. september, 2024
2.8 C
Reykjavik

Sigurður Helgi er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigurður Helgi Þorsteins Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi formaður Húseigendafélagsins, er látinn.  Sigurður Helgi lést þann 5. september síðastliðinn, 71 árs
að aldri.
Hann fæddist í Reykjavík 24. mars 1953. Sigurður Helgi lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1979. Hann hlaut málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti árið 1986. Morgunblaðið rekur æviferil hans í dag.
Sigurður var lögmaður og framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins um langt árabil og lét mikið að sér kveða sem slíkur. Hann þótti vera í senn hnyttinn og með yfirburðaþekkingu á málefnum tengdum fasteignum. Jafnframt var hann formaður félagsins frá 1995. Samhliða störfum sínum hjá Húseigendafélaginu sinnti hann málarekstri á árabilinu 1985-1992.
Sigurður samdi frumvarp til nýrra laga um fjöleignarhús sem lögfest voru 1994, sem og frumvarp til húsaleigulaga sem lögfest voru sama ár.

Sigurður sat  í stjórn Lögfræðingafélags Íslands og kjaranefnd Lögmannafélags Íslands, ásamt því að sinna kennslu við lagadeild Háskóla Íslands.
Eiginkona Sigurðar Helga var Herdís Pétursdóttir, fædd árið 1950, dáin 2012.
Eftirlifandi unnusta hans er Marilyn Herdís Mellk.

Sigurður lætur eftir sig fjögur börn: Helgu Pálínu, Friðjón, Bjarna Magnús og Gunnhildi Berit. Barnabörnin eru sjö. Útför Sigurðar Helga verður frá Hallgrímskirkju 18. september kl. 13.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -