Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Sigurður Ingi situr sem fastast þrátt fyrir ólguna : „Enda sit ég á þingi og ætla að fara hringinn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikil óánægja er á meðal framsóknarmanna eftir það afhroð sem flokkurinn beið æi al.ingiskosningunum undir forystu Sigurðar Inga. Í gær samþykktu framsóknarmenn í Reykjavík að krefjast miðstjórnarfundar svo hægt verði að flýta flokksþingi og fara yfir þá stöðu sem flokkuurinn er í og kjósa nýja forystu. Flokkurinn er nú sem eyðimörk í Reykjavík og æi Kraganum hefur tapað öllum sínum þingmönnum. „Sigurður Ingi er nú sem strandkapteinn,“ sagði áhrifamaður í flokknum um stöðuna.

Samkvæmt heimildum Mannlífs kom fram mikil óáægja á fundinum með forystu Sigurðar Inga. Eins og Mannlíf hefur áður greint frá er uppi krafa um að formaðurinn víki og hleypi að öðrum og sterkari leiðtoga. Þar er Lilja Alfreðsdóttir varaformaður meðal annars nefnd til sögunnar.

Enginn bilbugur er á formanninum. Hann sagði við Ríkisútvarpið í gær að hann hefði engin áform um að fylgja í fórspor Bjarna Benediktssonar og segja af sér formennsku.

„Engan veginn. Eins og ég segi: Hann veðjaði á sínum tíma að slíta ríkisstjórninni til þess að bjarga væntanlega sinni stöðu og flokknum og væntanlega halda áfram í ríkisstjórn, það gekk ekki eftir.“

Hann segist skilja að það sé kurr í flokksmönnum eftir hrun flokksins. Sjálfur hafi hann aðeins fundið meðbyr og fengið einróma hvatningu um að halda áfram.

„Varðandi kurrinn þá er eðlilegt að fólk sé svekkt eftir niðurstöður kosninganna,“ segir Sigurður Ingi við RÚV. Hann segist fyrst og fremst hafa fengið símtöl og hvatningu um að halda áfram. Og hann ætlar sem fyrr að leggja upp í hringferð um landið og byggja upp flokkinn að nýju.

- Auglýsing -

„Enda sit ég á þingi og hef lýst því yfir að ég ætla að fara hringinn núna og tala við grasrótina og efla starfið í flokknum,“ sedgirt Sigurður ingi sem er sá eini sem stendur eftir af þríeykinu sem stýrði síðustu ríkisstjórn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -