Föstudagur 22. nóvember, 2024
-6.2 C
Reykjavik

„Eftirtaldir bæjarfulltrúar sem ekki höfðu sómatilfinningu“ – Sigurður krefur bæjarstjórn svara

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigurður nokkur skrifaði færslu á Facebook hópinn Norðurbærinn minn – Íbúar í Norðurbæ Hafnarfjarðar þar sem hann segir frá spurningum sem hann lagði fyrir þá 11 bæjarfulltrúa er vinna hjá Hafnarfjarðarbæ. Snéru spurningarnar ákvörðun um að hefja framkvæmdur við byggingu íbúða við Hjallabraut, við hlið skátaheimilisins. Segir Sigurður að framkvæmdirnar, sem nú eru í fullum gangi, hafi mætt mikilli andstöðu Hafnfirðinga en svo virðist sem bæjarfulltúarnir hafi virt vilja bæjarbúa að vettugi. Hér eru spurningarnar sem Sigurður sendi í tölvupósti til allra bæjarfulltrúanna ellefu:

1. Veittir þú þinn stuðning fyrir breyttu deiluskipulagi til þess að greiða fyrir að af þessum framkvæmdum við Hjallabraut gæti orðið?

2. Ertu hlynntur þessum framkvæmdum við Hjallabraut?

Segist Sigurður hafa gefið fulltrúunum um þrjár vikur til að svara en aðeins tveir hafi séð sóma sinn í að svara. Það sé honum mikil vonbrigði.

„Ólafur Ingi Tómasson Sjálfstæðisflokki svarar eftirfarandi:

Sæll Sigurður.

Til að svara þessum spurningum er einfalt að vísa í fundargerðir bæjarins þar sem allir fulltrúar í skipulags- og byggingarráði samþykktu deiliskipulagstillöguna. Í bæjarstjórn var deiliskipulagið samþykkt án mótatkvæða, eða með níu atkvæðum, tveir sátu hjá.

Kveðja
Ingi Tómasson
bæjarfulltrúi Hafnarfjarðarbæ
formaður skipulags- og byggingarráðs“

Sigurður viðurkennir að hann hefði ekki vitað að þessar upplýsingar væru opinberar en sagði þó að þegar hann hafi reynt að finna þær á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar hafi það verið eins og að leita að nál í heystakka.

- Auglýsing -

Hinn bæjarfulltrúinn sem svaraði Sigurði var Jón Ingi Hákonarson, Viðreisn.

„Sælir

Sjálfsagt að svara þessum spurningum.
Já ég greiddi atkvæði með framkvæmdinni sem leiðir til hins augljósa svars að ég styð framkvæmdirnar, ástæður fyrir atkvæði mínu er sú að Viðreisn styður almennt þéttingu byggðar, auk þess er gríðarlegur skortur á íbúðarhúsnæði í bænum þar sem lítið hefur verið byggt á undanförnum rúma áratug. Þéttingarverkefni verða alltaf umdeild og smekkur fólks er mismunandi. Okkar sýn er sú að þéttingarverkefni verða að falla að þeirri byggð sem fyrir er og við teljum að þetta verkefni geri það. Það voru því engin efnisleg rök til að vera á móti verkefninu.
Bestu kveðjur
Jón Ingi Hákonarson

Oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar“

- Auglýsing -

Þakkar Sigurður þeim Ólafi Inga og Jóni Inga fyrir svörin en lýsir svo yfir vonbrigðum með svaraleysi hinna níu fulltrúa, sem hann telur upp og setur þannig pressu á að þau svari sér.

„Ég þakka þeim Ólafi Inga Tómassyni og Jóni Inga Hákonarsyni kærlega fyrir svörin en jafnfremt lýsi ég vonbrigðum og þungum áhyggjum yfir því að í bæjarstjórn Hafnarfjarðar sitji fólk sem hundsar þá sem þeir eru í vinnu hjá. Eftirtaldir bæjarfulltrúar sem ekki höfðu sómatilfinningu til þess að svara og jafnvel standa fyrir máli sínu eru :

Rósa Guðbjartsdóttir
Kristinn Andersen
Helga Ingólfsdóttir
Kristín María Thoroddsen
Sjálstæðisflokki.
Ágúst Bjarni Garðarsson
Framsókn og óháðir.
Adda María Jóhannsdóttir
Friðþjófur Helgi Karlsson
Samfylkingu.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
Bæjarlistanum.
Sigurður Þ. Ragnarsson
Miðflokki“

Færslan hefur fengið töluverð viðbrögð í hópnum en sitt sýnist þó hverjum. Flestir sem tjá sig undir færslunni eru mjög á móti framkvæmdunum en nokkrir styðja hana þó.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -