Föstudagur 27. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Sigurður segir Loga ljúga: „Hann beitti mig ofbeldi og einelti alla mína grunnskólatíð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mál Loga Bergmanns og fjögurra annarra karlmanna, Arnars Grants, Ara Edwalds, Hreggviðar Jónssonar og Þórðar Más Jóhannessonar, sem eru sakaðir fyrir að hafa brotið kynferðislega á Vítalíu Lazarevu, sem Mannlíf fjallaði fyrst um, hefur hrist upp í íslensku samfélagi svo um munar.

Logi Bergmann sendi frá sér yfirlýsingu á samfélagsmiðli þar sem hann neitar að hafa brotið nokkru sinni á manneskju kynferðislega, og bætir í raun um betur.

Segir:

„Ég hef alla mína ævi haft andstyggð á hvers kyns ofbeldi, staðið með fórnarlömbum þess og stutt baráttu þeirra í gegnum tíðina.“

En þetta virðist ekki vera satt, allavega ef má marka orð Sigurðar Gísla Bjarnason, sem starfar við tölvuöryggismál hjá Advania, og var í sama bekk og Logi Bergmann í grunnskóla.

Hann segir, eins og Eiríkur Jónsson greindi fyrst frá:

- Auglýsing -

„Logi Bergmann segist alla sína ævi haft andstyggð á hvers kyns ofbeldi. Þetta er ekki alveg rétt,” segir Sigurður Gísli Bjarnason : „Hann beitti mig ofbeldi og einelti allan mína grunnskólatíð þar sem við vorum bekkjarfélagar sem krakkar og bjuggum í sömu götu.“

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -