Húsvíkingurinn Sigurður Unnar Hauksson, landsliðsmaður og Íslandsmeistari í skotfimi, segir frá skondnu atviki þegar hann var kornabarn.
Sigurður kemur úr mikilli veiðifjölskyldu en þannig kviknaði einmitt áhugi hans á skotfimi og veiðum.
Hann segir frá því að hann „fór í mína fyrstu veiðiferð með pabba, afa og bróður hans afa.“
Pabbi Sigurðar ákvað „að taka smá kvæk sem endaði á að vera einhverjir sex klukkutímar.“
Og þá gerðist þetta:
„Hann var nýfarinn út úr bílnum þegar ég kúkaði á mig.“ Sigurður segir að afi sinn og bróðir afa hans „voru ekkert að hafa fyrir því að skipta á mér, og þegar pabbi kemur aftur í bílinn, sex tímum síðar, var þessi agalegi fnykur í bílnum.“
Viðtal við Sigurð um þetta og fleira er að finna á mbl.is.