Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-5.2 C
Reykjavik

Sigurjón læknir var rólegur í vor – Nú er hann það ekki

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigurjón Örn Stefánsson svæfingalæknir segir á Facebook-síðu sinni að hann sé órólegri í dag en hann var þegar COVID var sem verst í vor. Hann birtir mynd af sér sem sýnir hvernig hann er klæddur í vinnunni. Hann segir talsverða hættu á því að COVID fari úr böndunum því að fólk er orðið þreytt á ástandinu.

„Staðan á gjörgæslunni þessa dagana. Covid aftur.Ég birti svona mynd af mér í vor til að minna fólk á að þetta væri ekkert grín og að fólk yrði að fylgja fyrirmælum. Nú, nokkrum mánuðum og nokkrum dauðsföllum seinna birti ég nýja mynd en skilaboðin eru þau sömu,“ skrifar Sigurjón og heldur áfram:

„Ég var aldrei órólegur yfir Covid í vor. Ég vissi að við værum eins vel undirbúin og hægt var til að taka við þeim sjúklingum sem kæmu og að þjóðin sem heild myndi ná að brjóta þennan kúf og takmarka fjöldann sem við þyrftum að sinna.“

Nú segir Sigurjón ekki eins rólegur. „Nú í dag er ég hálf órólegur. Ekki vegna þess að við séum verr undirbúin því það erum við ekki. Ég er órólegur því mér finnst komin þreyta í fólk yfir þessu, mér finnst margir ekki lengur vera að taka mark á því sem þarf að gera og það er fáránlegt. Það er fáránlegt því núna í dag lifum við EKKI fordæmalausa tíma. Við vitum alveg hvað þarf að gera til að minnka skaðann, það eru fordæmi fyrir því.

Í dag greindust næstum hundrað manns. Einföld tölfræði segir mér að einn eða tveir af þessum hundrað muni ég þurfa að sinna á gjörgæslu. Ekki láta mig þurfa að sinna þér á gjörgæslu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -