Fyrrverandi alþingismaðurinn og framhaldsskólakennarinn, Sigurlaug Bjarnadóttir, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni, miðvikudaginn 5. apríl. Hún varð 96 ára.
Fæddist Sigurlaug í Vigur í Ísafjarðardjúpi, þann 4. júlí árið 1926; var hún dóttir Bjarna Sigurðssonar (1889-1974) bónda og hreppstjóra í Vigur og Bjargar Björnsdóttur húsmóður (1889-1977).
Sigurlaug varð stúdent frá MA 1947, lauk hún einnig BA-prófi í ensku sem og frönsku við Leeds-háskóla árið 1951; stundaði framhaldsnám í bókmenntum við Sorbonne-háskóla árin 1951–1952.
Sigurlaug var borgarfulltrúi í Reykjavík árin 1970–1974 – var hún í hópi tíu fyrstu kvennanna sem var kjörin á Alþingi Íslendinga.
Sómakona.
Blessuð sé minning hennar.