Símfyrirtækið Nova býður viðskiptavinum sínum upp á tvo fyrir einn af sálfræðitímum. Nova hefur lengi boðið upp á afslætti og tilboð fyrir þá sem nýta sér þjónustu þeirra, oftast eru þau tilboð á mat og á veitingastöðum en algjör nýjung er að bjóða upp á þessa þjónustu.
„Opnaðu þig. Þú færð 50 mínútna sálfræðiviðtal á netinu hjá Mín líðan á 7.990 kr. 50 mínútna viðtal en borgaðu bara fyrir 25 mínútur. Viðtölin fara fram í gegnum netið með öruggum hætti. Ekki vanrækja geðræktina, talaðu um tilfinningar.“
Á tímum Covid hefur eftirspurn eftir sálfræðiþjónustu aukist til muna, þjónustan er dýr en hver tími er að meðaltali á 18.000 kr. Margir eru ánægðir með þetta framtak Nova og er þeim mikið hrósað í umræðu á Twitter, þó bendir einn notandi á fáránleika þess að símfyrirtæki sé á undan ríkinu að niðurgreiða sálfræðiþjónustu:„Við búum í landi þar símafyrirtæki var á undan ríkisstjórninni að bjóða upp á niðurgreidda sálfræðiþjónustu.“