Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Simbi var tannlaus um þrítugt: „Þá fattaði ég, að ég gat ekki borðað nema fjóra rétti af þrjátíu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hér er brot úr viðtali við Sigmund Geir Helgason sem birtist í nýjasta tölublaði Mannlífs en Sigmundur eða Simbi eins og hann er kallaður, missti allar tennurnar vegna fíkniefnaneyslu og ákvað að snúa við blaðinu:

„Þetta var svo rosalega skrýtið; ég áttaði mig ekkert á því hvað þetta voru skert lífsgæði fyrr en ég og kærastan mín vorum farin að fara á hlaðborð og hún sagði við mig: „Af hverju færðu þér aldrei neitt annað? Þú færð þér alltaf það sama.“ Ég bara gat ekki fengið mér neitt annað. Þá var þetta allt að fara undir gómana, svona lítil korn á brauði og eitthvað svona hart. Þá fattaði ég að ég gat ekki borðað nema fjóra rétti af þrjátíu. Það er glatað. Þannig að skert lífsgæði eru rosaleg. Annaðhvort gerir maður sér grein fyrir því eða ekki – sem betur fer gerði ég mér ekki grein fyrir því, fyrr en ég fór í þetta ferli. Svo núna er ég alltaf að gera mér betur grein fyrir því. Ég get valið mér það sem mig langar í á matseðlinum. Það skiptir engu máli hvað það er.“

Simbi segir að sálræn áhrif tannleysis séu líka mikil. Hann finni til að mynda mikinn mun á sjálfstrausti eftir að hafa fengið tennurnar.

„Maður þarf ekki að reyna að fela tennurnar, stundum held ég fyrir þær af gömlum vana, sko. Þetta er rosalega sálrænt. Sjálfstraustið hefur aukist mikið. Sá er bara að ljúga sem segir að það sé ekki gaman að vera með flottar tennur. Það er rosalega hollt fyrir sálina að vera með góðar tennur. Það er bara þannig.“

Simbi segist hafa upplifað mikla skömm á sínum tíma, þegar taka þurfti úr honum allar tennurnar.

„Ég var svo búinn á líkama og sál á þessum tíma. Þetta var í meðferðinni og sem betur fer var ég bara í góðum höndum. Ég var á Hlaðgerðarkoti og það voru ráðgjafar þarna og umsjónarmenn sem ég talaði mikið við. Ég var í miklu stresskasti og fékk góða hjálp með þann part, að fara í gegnum þetta ferli, þegar ég var að játa mig sigraðan. Ég var í góðum höndum.“

- Auglýsing -

Sjá viðtalið í heild sinni HÉR.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -