Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Simmi nýr eigandi Hlöllabáta: „Skiptir miklu máli að það sé saga og sál í verkefnum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson hefur keypt hlut í Hlöllabátum og segir hann að fjárfesting hans í fyrirtækinu sé fyrsta skref af nokkrum í þeirri framtíðarsýn sem hann hefur fyrir félagið.

 

„Fyrir mér skiptir miklu máli að það sé saga og sál í verkefnum,“ segir Simmi í Facebook-færslu og bendir á að Hlöllabátar hafa verið til síðan 1986 og því fylgt landanum í 33 ár.

„Gæði, hraði og gott verð hafa einkennt staðina og mun mín aðkoma ekki breyta neinu í þeim efnum,“ segir hann og bætir við að hann sjái tækifæri til að efla starfsemi félagsins rekstrarlega, markaðslega og sóknarlega.

Að lokum slær Simmi á létta strengi og segir kaupin ekkert hafa með bátastríð að gera þó að frétt Fréttablaðsins í dag hafa ratað undir auglýsingu frá Subway, en eins og þekkt er af fréttum hafa Simmi og Skúli Gunnar Sigfússon aðaleigandi Subway átt í deilum um lóðarréttindi á Hvolsvelli og og verður dómur í málinu kveðinn upp í Lands­rétti í fyrra­málið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -