Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Sjáðu áhrifaríka auglýsingu Á allra vörum: „Gunni vakna, Gunni vaknaðu!”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þjóðarátakinu Á allra vörum 2019 var hrundið af stað með veglegum hætti í Hallgrímskirkju í gær. Tilkynnt var hvaða málefni átakið styrkir í ár og fjöldi listamanna kom fram.

Elísabet Sveinsdóttir, Gróa Ásgeirsdóttir og Guðný Pálsdóttir bera veg og vanda af Á allra vörum, sem stofnað var árið 2008. Meðal samtaka sem styrkt hafa verið síðustu ár eru Kvennaathvarfið og Ljósið.

Í ár er það Eitt líf sem nýtur stuðnings Á allra vörum, en félagið er stofnað af foreldrum og systrum Einars Darra Óskarssonar, sem lést á heimili sínu þann 25. maí 2018 eftir neyslu róandi lyfja. Hann var 18 ára gamall. Andlát hans var reiðarslag fyrir fjölskyldu hans og vini, enda ekkert sem bent hafði til að hann væri kominn í lyfjaneyslu.

Einar Darri Óskarsson

Bára Tómasdóttir og Óskar Vídalín, foreldrar Einars Darra, og systur hans, Andrea Ýr Arnarsdóttir og Aníta Rún Óskarsdóttir, ákváðu að deila sögu Einars Darra í fræðslu- og forvarnaskyni. Stofnuðu þau minningarsjóð í hans nafni sem ætlaður er fyrir ungmenni í fíknivanda. Sjóðurinn gaf meðal annars út nokkur áhrifarík forvarnarmyndbönd, þar sem vinir, ættingjar og aðrir aðilar sem tengdust Einari Darra komu fram.

Eitt líf hefur einnið unnið óhefðbundið forvarnarstarf í grunnskólum landsins og hefur það vakið mikla athygli.

Á allra vörum 2019: Elísabet, Guðný og Gróa, sem standa að átakinu og Bára, Andrea Ýr, Aníta Rún og Óskar, sem standa að Eitt líf.

Auðveldara að panta fíkniefni en pizzu

Markmið Á allra vörum herferðarinnar 2019 er að vekja þjóðina og tala tæpitungulaust um þessi mál og koma með tillögur að lausn við vandamálinu. Á síðasta ári létust 39 einstaklingar vegna ofneyslu lyfja.

- Auglýsing -

„Faraldur virðist geysa á Íslandi og talar lögreglan um að ástandið hafi aldrei verið jafn slæmt og nú. Allskyns efni eru í boði sem auðvelt er að ná í. Sumir segja jafnvel að það sé auðveldara og fljótlegra að panta fíkniefni en pizzu. Enginn virðist ráða neitt við neitt, því þegar einni síðu er lokað er önnur opnuð á meðan. Tækninni fleygir fram og nýtir sölufólkið sér það til hins ýtrasta og er markaðssetningin gagnvart börnum mjög brutal,” segir Elísabet.

Auglýsing átaksins var frumsýnd í gær, en hún er vægast sagt áhrifarík. Blær Hinriksson leikur aðalhlutverkið, ungan dreng sem á framtíðina fyrir sér, en fellur fyrir fíkninni. Blær hlaut Edduverðlaunin fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrri leik sinn í kvikmyndinni Hjartasteinn árið 2016. Linda Ásgeirsdóttir leikur móður hans og Guðrún Ýr Eyfjörð (GDRN) syngur lag auglýsingarinnar, Leiðin okkar allra. Leikstjóri auglýsingarinnar er Daníel Bjarnason hjá Skot Productions.

„Það skiptir öllu máli að þjóðin taki höndum saman og sporni við þessari plágu og leggi sitt af mörkum, svona gengur þetta ekki lengur”, segir Guðný.

Líkt og áður er athygli vakin á málefninu með því að selja Á allra vörum varasett, gloss og varalit saman í pakka. Átakið er einnig hægt að styrkja með því að hringja í 900 númer. Nánari upplýsingar um sölustaði og símanúmer má finna á heimasíðu Á allra vörum.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -