Það skýrðist í gærkvöldi hvaða lið mætast í úrslitum vesturstrandar og austurstrandar NBA-deildarinnar. Leikir gærkvöldsins voru mögnuð skemmtun og réðust úrslitin í báðum leikjum á síðustu sekúndunum. Líklega munum við fá að sjá flautukörfu Kawhi Leonard fyrir Toronto Raptors spilaða aftur og aftur næstu árin.
Á vesturströndinni sigraði Portland Trail Blazers lið Denver Nuggets með fjögurra stiga mun, 100:96, þar sem CJ McCollum fór á kostum með 37 stig skoruð. Portland mætir Golden State Warriors í úrslitaleik vesturstrandarinnar.
Spennan var engu síðri í viðureign Toronto Raptors og Philadelphia 76ers þar sem staðan í einvíginu var 3:3 fyrir lokaleikinn í gærkvöldi. Staðan í leiknum var jöfn þegar nokkrar sekúndur voru eftir og Toronto með boltann. Það kom í hlut Kawhi Leonard að taka lokaskot leiksins og útkoman var eitthvað sem körfuboltaunnendur eiga eftir að muna eftir um ókomin ár. Það var ekki bara í Scotiabank Arena sem allt varð vitlaust, heldur brutust út mikil fagnaðarlæti í götum Toronto.
Sjón er sögu ríkari.
KAWHI CALLED SERIES! pic.twitter.com/V4AIuMULNO
— Toronto Raptors (@Raptors) May 13, 2019