Það kemur fram í dagbók lögreglunnar að tilkynnt var um nokkrar líkamsárásir; þar af voru þrjár stórfelldar.
Tveir ökumenn voru stöðvaðir og handteknir fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og áfengis.
Alls voru um fjörutíu mál skráð í kerfi lögreglu á næturvaktinni; meðal annars vegna hópsöfnunar í miðbænum og nokkurra slagsmála.
Veður var kalt en viðskiptavinir skemmtistaðanna létu það ekki á sig fá.
Þá var skoteldur tendraður í námunda við lögreglustöðina um miðnætti og vegfarendur gátu borið augum flugeldasýningu um stundarsakir, en notkun skotelda er ekki leyfð á þessum árstíma.
Einn ökumaður var stöðvaður vegna aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna, hann var handtekinn og færður á lögreglustöð.
Þá var tilkynnt um sprengingar í Vatnsendaskóla, en samkvæmt tilkynnanda voru þar ungmenni að stytta sér stundir við flugeldafikt, en ungmennin voru farin þegar lögreglu bar að garði.
Tveir ökumenn voru handteknir vegna aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna; þar af var einn sem framvísaði fíkniefnum þegar komið var á lögreglustöð.
Við nánari athugun reyndist annar ökumannanna þá sviptur ökuréttindum. Þá var tilkynnt um umferðaróhapp sem reyndist minniháttar.
Tveir ökumenn til viðbótar voru kærðir vegna aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna.
Þá var töluverður viðbúnaður vegna umferðarslyss á Suðurlandsvegi.