„Heyrðu ég er farinn í fangelsi, við sjáumst bara,“ er eitt af því sem heyra má ungu drengina segja á myndbandinu hér að neðan. Þar eru þeir á flótta undan lögreglunni og eins og sjá má er ökumaðurinn handtekinn harkalega á endanum.
Á samfélagsmiðlum fer myndbandið nú eins og eldur um sinu en eftir að lögreglan stöðvaði bifreiðina og ökumaður látinn blása ákvað viðkomandi að stinga af vettvangi. Myndbandið sýnir síðar eltileik lögreglunnar og síðar handtöku ökumannsins.
Í textalýsingu við myndbandið má greina að ökumaðurinn hafi verið búinn að drekka mikinn fjölda bjóra fyrir aksturinn. Þegar viðkomandi var búinn að blása í áfengismæli má heyra ökumanninn segja „heyrðu, við sjáumst“ og bruna síðan af stað við mikinn fögnuð farþega bifreiðarinnar.
Stuttu síðar opnar bílstjórinn bílhurðina fyrir lögregluna og er umsvifalaust handtekinn af offorsi við minni fögnuð farþeganna.