Föstudagur 13. september, 2024
11.8 C
Reykjavik

Sjálfstæðisflokkurinn hruninn í Reykjavík – Fyrrverandi borgarstjóri segir ástandið vera óviðunandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sjálfstæðisflokkurinn er við hrun í Reykjavík og mælist vera fimmti stærsti stjórnmálaflokkurinn í borginn. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Flokkurinn mælist núi með aðeins 10,3 prósent fylgi í höfuðborginni. Samfylkingin ber höfuð og herðar yfir aðra flokka og mælist langstærst með 29,9 prósent. Miðflokkurinn, Viðreisn og Píratar mælast allir hærri í könnuninni en Sjálfstæðisflokkurinn. Miðflokkurinn fengi 10,8 prósent, Píratar 11,5 prósent og Viðreisn 12,3 prósent. Sósíalistaflokkurinn er með rúmlega 5 prósenta fylgi en Vinstri-grænir eru með rúmlega 4 prósent.

Hrun á fylgi sjálfstæðismanna í Reykjavík er enn meirta en það sem flokkurinn glímir við á landsvísu þar sem nýjasta mæling sýnir hann vera innan við 14 prósent. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er átakanlega lágt í því ljós að flokkurinn var lengst af með 40-60 prósenta fylgi og hreinan meirihluta á stundum. Vilhjálmur Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, birtir í dag grein í Mogganum þar sem hann gefur minnihluta Sjálfstæðisflokksins og forystu Hildar Björnsdóttur falleinkunn.

„Ljóst er að staða Sjálf­stæðis­flokks­ins í borg­ar­stjórn er óviðun­andi. Fylgið hef­ur um nokk­urt skeið verið í lág­marki, eða í kring­um 20%. Um þessa stöðu ritaði ég grein í Morg­un­blaðinu 8. ág­úst sl. Í þeirri grein hvatti ég borg­ar­stjórn­ar­flokk Sjálf­stæðis­flokks­ins til að end­ur­skoða vinnu­lag sitt,“ skrifar Vilhjálmur.

Hann segir stöðu flokksins vera óviðunandi í alla staði. Það gerist þrátt fyrir að borginni sé illa stjórnað af núverandi meirihluta.

„Borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins verða að gera sér grein fyr­ir því að nú­ver­andi vinnu­lag þeirra er ekki lík­legt til að færa Sjálf­stæðis­flokkn­um auk­in áhrif á vett­vangi borg­ar­stjórn­ar. Bet­ur má ef duga skal,“ skrifar Vilhjálmur og vill að borgarfulltrúar setji í sig hrygg og fundi með borgarbúum til að reifa sín stefnumál.

.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -