Eftir nýafstaðnar sveitarstjórnarkosningar er það deginum ljósara að Sjálfstæðisflokkurinn missti fylgi í tuttugu sveitarfélögum, en þetta kemur fram á Stundinni.
Flokkurinn missti fylgi í þremur þeim fjölmennustu og sjö af tíu fjölmennustu sveitarfélögunum.

Staða Sjálfstæðisflokksins veiktist í 7 af 10 stærstu sveitarfélögum landsins; þar af í þremur þeim stærstu; á höfuðborgarsvæðinu missti flokkurinn fimm sveitarstjórnarfulltrúa.
Sérfræðingar sem Stundin ræddi við telja ekki ólíklegt að kjósendur Sjálfstæðisflokksins hafi nú í meira mæli leitað yfir til Framsóknarflokksins; sem þótti reka mjög öfluga kosningabaráttu og náð til fólks.

Einnig að þá hafi landsmálapólitíkin smitað yfir í sveitarstjórnarkosningarnar; líklegt sé að áróður gegn Sjálfstæðisflokknum eftir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi haft slæmar afleiðingar fyrir flokkinn.
Útkoman varð sem sé sú að Sjálfstæðisflokkurinn tapaði fylgi í 20 sveitarfélögum í kosningunum um liðna helgi, miðað við kosningarnar fyrir fjórum árum síðan.
Í allt búa 80% landsmanna í sveitarfélögunum 20 þar sem flokkurinn missti fylgi; vissulega mismikið þó.

Sjálfstæðisflokkurinn tapaði sveitarstjórnarfulltrúum í 14 sveitarfélögum, en flokkurinn bætti hins vegar við sig fylgi í 13 sveitarfélögum – og sveitarstjórnarfulltrúum í 6 sveitarfélögum.
Í 13 sveitarfélögum hélst fulltrúatala flokksins óbreytt. Fjórum færri en tapa í raun ellefu Hveragerði 52,4% 32,8% Í heildina eru sveitarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins 113 talsins en voru 117 að loknum sveitarstjórnarkosningum 2018.