Mánudagur 9. september, 2024
6.2 C
Reykjavik

Sjálfstæðisflokkurinn skrapar botninn í sögulegri lægð – Vinstri grænir þurrkast út af Alþingi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með aðeins 17,2 prósenta fylgi samkvæmt könnun Gallup. Þetta er minnsta fylgi flokksins frá því Gallup hóf mælingar sínar. Miðflokk­ur­inn er kominn fast á hæla Sjálfstæðisflokksins með 14,6 prósenta fylgi og myndi margfalda þingmannafjölda sinn ef kosningar færi á þennan veg. mæl­ist nú með sitt mesta fylgi frá upp­hafi mæl­inga. Vonir höfðu staðið tiul þess að fylgi flokksins myndi eftir að Bjarni Benediktsson tók við forsætisráðuneytinu af Katrínu Jakobsdóttur.  Þær vonir virðast vera að bregðast og hrunið í fylgi flokksins heldur áfram.

Sú dauðans alvara blasir við Vinstri grænum að þeir ná ekki  manni á þing og þurrkast út í íslenskum stjórnmálum, fari kosninngar á þennan veg. Gallup mælir fylgi þeirra sem er um 3,5 prósent. Samkvæmt því bendir allt til þess að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður flokksins, nái ekki vopnum sínum og valdi ekki leiðtogahlutverkinu. Þá situr flokkurinn uppi með þann gjörning sinn að hafa rétt Sjálfstæðisflokknum forsætisráðuneytið.

Framsóknarflokkurinn fær einnig slæma útreið í könnuninni og mælist vera með 7,6 prósenta fylgi og er orðinn minni en Píratar. Þar blasir við hrun í fylgi þótt flokkurinn sé ekki í beinni útrýmingarhættu.

Samfylking er sem fyrr langstærsti flokkurinn og fer með himinskautum undir forystu Kristrúnar Frostadóttur með 27,6 prósenta fylgi. Sósilistaflokkurinn er á mörkum þess að ná manni inn á þing. Aðrir flokkar eru á svipuð róli og í fyrri könnunum.

Fari kosningar á þennan veg blasa við algjör uimskipti í ríkisstjórn landsins. Staða leiðtoga stjórnarflokkanna þriggja er jafnframt mjög veik og má búast við uppgjöri hjá þeim öllum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -