Föstudagur 25. október, 2024
0.4 C
Reykjavik

Sjálfstæðisflokkurinn skrapar botninn – Vinstri-Grænir við dauðamörk

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ekkert lát er á fylgishruni Sjálfstæðisflokksins. Í nýjustu könnun Gallup mælist flokkurinn með rétt rúmlega 18 prósenta fylgi. Þetta er minnsta fylgi flokksins frá því Gallup hóf mælingar á fylgi stjórnmálaflokka fyrir 30 árum. Flokkurinn fékk rúmlega 24 prósent fylgi í síðustu kosningum. Öll spjót standa nú á Bjarna Benediktssyni, formanni flokksins, sem sagði af sér embætti fjármálaráðherra á seinasta ári eftir áfellisdóm Umboðsmanns Alþingis vegna vanhæfis Bjarna við sölu bréfa í Íslandsbanka. Ráðherrann er þess utan gagnrýndur fyrir vinavæðingu í tengslum við skipan sendiherra í Bandaríkjunum.

Sam­fylk­ing­in fer með himinskautum og mæl­ist með rúm­lega 28 pró­senta fylgi. Þetta er gríðarleg fylgisaukning í ljós þess að flokkurinn var með undir 10 prósenta fylgi í síðustu kosningum og hefur næstum þrefaldað fylgi sitt undir formennsku Kristrúnar Frostadóttur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, má vel við una en hann hefur næstum tvöfaldað fylgi flokksins og mælist með 10 prósent eða örlítið meira en Framsókn sem er með 9,4 prósent og hefur misst um helming fylgis síns frá kosningum.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna

Vinstri grænir eru á sannkallaðri dauðasiglingu þrátt fyrir miklar vinsældir Katrínar Jakobsdóttur formanns. Flokkurinn mælist með 6 prósenta fylgi sem er hrun frá kosningum þegar VG fékk 12,6 prósenta fylgi. Miðað við þessa stöðu gæti flokkurinn fallið af þingi. Píratar og Viðreisn eru á svipuðum slóðum og áður með um 9 prósenta fylgi. Flokkur fólksins dalar og er með tæplega sjö prósent í stað 9 prósenta áður. Sósíalistaflokkur Gunnars Smára Egilssonar er með 3,6 prósent fylgi og nær ekki manni á þing miðað við niðurstöður Gallup.

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -