Hart er deilt um nýjan kirkjugarð Reykvíkinga sem er að rísa undir vestan undir hlíðum Úlfarsfellls. Kirkjugarðurinn hefur verið í undirbúingi í nokkur ár og er jarðvegsvinnu við hluta hans þegar að ljúka. Málið var tekið fyrir í borgarráði. Þar kom fram andstaða Sjálfstæðismanna við að taka svo dýrmætt byggingarland undir kirkjugarðinn.
Áætlað hafði verið að framkvæma fyrir 90 milljónir í næsta áfanga en málinu var vísað til borgarstjórnar eftir að ágreiningurinn kom upp. Mogginn segir frá því að fimm fulltrúar meirhlutans í borgarstjórn og fulltrúi Sósílista hafi samþykkt tillöguna sem felur í sér að hinir látnu fái að hvíla í skjóli Úlfarsfells en tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokks hafi verið því andvígir.
Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins kemur fram að þeirt telji rétt að nýta landið sem annars fer undir kirkjugarðinn fyrir húsnæði „enda um frábært byggingarland að ræða“ eins og segir í bókuninni. Kirkjugarðurinn nýi er í landi Lambhaga, skammt
fyrir ofan verslun Bauhaus. Jarðvegsvinna hófst árið 2022. Áætlað var að framkvæmdum ljúki árið 2026.
Svæðið er í nágrenni við eitt vinsælastaa útivistarsvæði íbúa höfuðborgarsvæðins þar sem hundruð manna fara daglega um.