Mánudagur 6. janúar, 2025
-3.2 C
Reykjavik

Sjálfstætt framhald af sýningu sem mistókst

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vorblót Tjarnarbíós og Reykjavík Dance Festival er í gangi þessa dagana. Þar munu sjálfstæðu listakonurnar Ástrós Guðjónsdóttir og Alma Mjöll Ólafsdóttir meðal annars stíga á svið með verkið I want to dance like you part 2.

„Vorblótið er spennandi vettvangur fyrir sviðslistamenn til að deila verkum sínum. Þetta er fjögurra daga sviðslistahátíð þar sem hátíðin kannar mörkin milli dans, leiklistar og tónlistar og gefur gestum tækifæri til að upplifa fjölbreytileika íslensku sviðslistanna á einu bretti en vert er að geta þess að listamenn á Vorblóti þessa árs eru nær eingöngu konur,“ segja Ástrós og Alma.

Þær eru báðar útskrifaðar úr Listaháskóla Íslands, Alma af sviðshöfundabraut og Ástrós af samtímadansbraut. Þessa stundina er Alma blaðamaður hjá Stundinni auk þess að sinna fjölbreyttum listrænum verkefnum hér og þar á borð við útvarpsgerð og leikstjórn. Ástrós er danslistarkennari hjá Danlistarskóla JSB, meðlimur hjá Hatara ásamt því að vera nýbúin að setja upp Rent í Gamla Bíó.

„Við erum báðar hamingjusamari að þessu sinni en lífið samt stærra og flóknara. Allar þessar breytingar hafa haft áhrif á útkomu verksins.“

Verkið sem þær sýna er sjálfstætt framhald I want to dance like you, útskriftarverki Ástrósar. „Það verk var unnið út frá löngun okkar til að læra að dansa út frá forsendum hvor annarrar. Vinnsla verksins gekk vel framan af en endaði svo með ósköpum þegar perónulegt líf okkar tróð sér með offorsi inn í æfingaferlið með þeim afleiðingum að sýningin mistókst.Okkur mistókst svo rosalega að gera sýningu að hún tókst óvart, akkúrat af því að hún mistókst. Sýningin fjallaði á endanum um mistök. Nú, ári síðar, höfum við tekið höndum saman á ný. Margt hefur breyst á þessu ári, við erum báðar útskrifaðar með BA-gráðu í sviðslistum, Alma er orðin rannsóknarblaðamaður og Ástrós er á leiðinni í Eurovision. Við erum báðar hamingjusamari að þessu sinni en lífið samt stærra og flóknara. Allar þessar breytingar hafa haft áhrif á útkomu verksins I want to dance like you part 2,“ segja þær.

Verk Ástrósar og Ölmu, I want to dance like you part 2, verður sýnt þann 7. apríl klukkan 19 í Tjarnarbíói.

Listakonurnar Ástrós Guðjónsdóttir og Alma Mjöll Ólafsdóttir sýna nýtt verk á gömlum grunni á Vorblótinu.

Hataraævintýrið lærdómsrík áskorun
Ástrós og Alma hafa haft nóg að gera síðan þær útskrifuðust og segja að hvert verkefni hafi gefið þeim mikið og verið lærdómsríkt. „Við erum enn þá að finna út úr því hverskonar listamenn við erum eða viljum vera en það er kannski eitthvað sem maður ver ævinni í. Að vera sjálfstæður listamaður er ótrúlega lifandi og skemmtilegt en líka stórhættulegt. Maður þarf í sífellu að takast á við sjálfan sig og samfélagið.“

Eins og fram hefur komið er Ástrós í dansatriði Hatara fyrir Eurovision og okkur lék forvitni á að heyra aðeins um reynslu hennar af því. „Hataraævintýrið mikla er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt,“ segir Ástrós. „Ég vissi ekkert hvað ég væri að koma mér út í þegar að ég var spurð hvort ég vildi taka þátt í Söngvakeppninni með Hatara. Ég sagði bara já og amen, mætti á fyrstu æfinguna með krökkunum og fann á mér að þetta yrði skemmtilegt samstarf. Nú, nokkrum mánuðum seinna, erum við á leið í Eurovision.

„Auðvitað er það líka mikil áskorun að keppa fyrir Íslands hönd í þessum tilteknu aðstæðum. Ég lendi endalaust í aðstæðum þar sem ég spyr mig spurninga og velti hlutum fyrir mér.“

- Auglýsing -

Þetta ferli í heildina hefur verið mjög frábrugðið öllu öðru sem ég hef upplifað áður. Ég hef tekist á við nýjar áskoranir og lært nýja hluti, eins og að mæta í söngtíma til Heru Bjarkar eða reyna að setja þessar risastóru linsur í augun á mér. Auðvitað er það líka mikil áskorun að keppa fyrir Íslands hönd í þessum tilteknu aðstæðum. Ég lendi endalaust í aðstæðum þar sem ég spyr mig spurninga og velti hlutum fyrir mér. Eurovision hefur svo sannarlega opnað á margt sem ég hefði annars ekki tekist á við. Þetta eru allt nýjar áskoranir fyrir mér. Á sama tíma og þetta ferli hefur verið göfult tekur það mikla vinnu og orku. Ég er því fegin að hafa haft öðrum verkefnum að sinna samhliða Hatara til að dreifa huganum og þar hefur verkið hjá mér og Ölmu spilað stóran part.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -