Lögreglan á Suðurlandi hefur ekki svarað umboðsmanni Alþingis vegna leyndar sem hvílir yfir rannsókn á sjálfsvígi fanga á Litla-Hrauni. Tómas Ingvason, faðir fangans, sendi kvörtun til umboðsmanns eftir að lögreglan neitaði að afhenda honum frumrit af sjálfsvígsbréfi sonar hans, Ingva Hrafns. Umboðsmaður sendi Lögreglustjóranum á Suðurlandi fyrirspurn þann 18 júlí og gaf embættinu frest til 12. ágúst til að svara. Enn hefur ekkert svar borist. Umboðsmaður hefur ítrekað kröfuna um svar frá lögreglunni.

Ingvi Hrafn lést þann 5. maí 2024 á Litla-Hrauni. Hann hafði beðið um hjálp vegna andlegra erfiðleika en honum var sagt að bíða fram yfir helgi. Enginn hlustaði á neyðarkall fangans.

Á sunnudeginum tók hann líf sitt og skyldi eftir kveðjubréf. Lögreglan hefur aðeins leyft Tómasi að sjá hluta af bréfinu. Þá er Tómas ósáttur við rannsókn á láti unga mannsins sem þykir taka langan tíma.
Mannlíf hefur fjallað ítarlega um mál fangans. Hann lýsti raunum sínum í podcast-viðtali við Mannlíf skömmu eftir lát unga mannsins. Viðtalið er að finna hér.