Föstudagur 25. október, 2024
1.5 C
Reykjavik

Sjálfsvígsbréfi Ingva Hrafns haldið frá föður hans – Umboðsmaður skipar lögreglu að afhenda gögn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Umboðsmaður Alþingis krefur Lögregluna á Suðurlandi skýringa á því hvers vegna Tómas Ingvason fær ekki afhent sjálfsvígsbréf sonars síns, Ingva Hrafns Tómassonar sem tók líf sitt eftir að hafa verið handtekinn á Vernd og læstur inni á Litla-Hrauni.

Tómas Ingvason

Faðir fangans krafðist þess að fá afhent kveðjubréf sonar síns en lögreglan sendi honum texta úr hluta bréfsins en hafnaði því að faðirinn fengi bréfið í heild sinni. Í framhaldinu klagaði Tómas til Umboðsmanns Alþingis. Umboðsmaður hefur nú fyrirskipað lögreglunni á Suðurlandi að gefa Tómasi skýringar um það á hvaða lagagrundvelli honum er neitað um gögnin. Þá eigi lögreglan að afhenda honum umbeðin gögn málsins fyrir 12. ágúst.

„Ég veit ekki hvað lögreglan er að fela,“ segir Tómas við Mannlíf í morgun og fagnar því að Umboðsmaður komi að málinu.

Bréf Umboðsmanns

Tómas hefur gert alvarlegar athugasemdir við handtöku sonar síns sem dvaldi á Vernd. Einföld kæra varð til þess að lögreglan sendi vopnaða sérsveitarmenn til að handtaka Ingva Hrafn og koma honum á Litla Hraun þar sem hann var sviptur frelsi sínu. Fanginn hafði glímt við andlega erfiðleika og óskaði eftir hjálp á föstudegi. Honum var sagt að bíða til mánudags. Hann tók líf sitt á sunnudegi þegar hann átti að njóta verndar yfirvalda sen höfðu hann í haldi.

Tómas krefst þess að andlát sonar síns verði rannsakað með hliðsjón af ábyrgð yfirvalda. Skýringa verði leitað á þeirri hörku sem átti sér stað við handtöku hans. Þá verði fangelsismálayfirvöld kölluð til ábyrgðar vegna andláts fangans.

Steinbergur Finnbogason lögmaður hefur tekið að sér að gæta hagsmuan Tómasar í þessu máli.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -