Þriðjudagur 29. október, 2024
5.7 C
Reykjavik

Sjálfsvígshugleiðingar algengari hjá körlum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hjálmar Gunnar Sigmarsson, ráðgjafi hjá Stígamótum, segir kynferðislegt ofbeldi hafa nokkuð svipaðar afleiðingar fyrir karla og konur sem verða fyrir því. Hlutfall þeirra sem íhuga sjálfsvíg eftir að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi sé þó hærra hjá körlum heldur en konum.

Þrír karlmenn sem eiga það sameiginlegt að hafa verið nauðgað sögðu sögur sínar í nýjasta tölublaði Mannlífs, sem kom út á föstudaginn. Þeir voru allir sammála um að umræðan um karlmenn sem fórnarlömb nauðgana væri enn í molum sem ylli því að karlar óttist að stíga fram og segja frá reynslu sinni.

Hjálmar Gunnar Sigmarsson, ráðgjafi hjá Stígamótum, vísar í ársskýrslu Stígamóta fyrir árið 2017 þegar hann er spurður út í hversu hátt hlutfall þeirra sem leita til Stígamóta séu karlmenn. Í skýrslunni kemur fram að 361 einstaklingur hafi leitað til Stígamóta árið 2017, þar af voru 52 karlar. Skýrslan leiðir í ljós að kynferðislegt ofbeldi hafi nokkuð svipaðar afleyðingar fyrir konur og karla.

„Í skýrslunni kemur fram að karlar og konur nefna svipaðar afleiðingar, um eða yfir 80% kvenna og karla nefna skömm, kvíða og depurð. Einnig var athyglisvert að hærra hlutfall karla nefnir reiði borið saman við konur eða 70,6% karla samanborið við 66,8% kvenna. Þessar niðurstöður eru í samræmi við niðurstöður ársskýrslu ársins 2016.

Þar kom fram að karlar og konur glíma við svipaðar afleiðingar í kjölfar ofbeldis.

Þessar niðurstöður eru einnig í samræmi við rannsókn sem Særún Ómarsdóttir gerði á gögnum Stígamóta frá árunum 2011 til 2013. Þar kom fram að karlar og konur glíma við svipaðar afleiðingar í kjölfar ofbeldis. Í rannsókn Særúnar Ómarsdóttur (2014) kom fram að um eða yfir 80% kvenna og karla nefndu depurð, skömm og lélega sjálfsmynd. Einnig kom fram í rannsókn hennar að karlar nefndu reiði oftar borið saman við konur,“ segir Hjálmar.

Hann vísar þá í töflu sem finna má í skýrslunni þar sem afleiðingar kynferðisofbeldis eru skoðaðar nánar.

Sjálfsvígshugleiðingar algengari hjá körlum

- Auglýsing -

„Athyglisvert er að samkvæmt töflunni nefndi hærra hlutfall karla sjálfsvígshugleiðingar heldur en konur eða 51% þeirra karla sem svöruðu og 40,3% þeirra kvenna sem svöruðu. Hærra hlutfall karla nefndu skömm, ótta, sjálfsvígshugleiðingar og hegðunarerfiðleika borið saman við konur,“ segir Hjálmar og bendir á meðfylgjandi töflu.

„Einnig er athyglisvert að hærra hlutfall karla nefnir að áfengi, önnur vímuefni, fjárhættuspil, tölvuleiki, kynlíf og klám sem afleyðingar kynferðisofbeldis sem hafi skert lífsgæði þeirra borið saman við konur. Þessar niðurstöður eru svipaðar og fram komu í ársskýrslu áranna 2014 til 2016.“

- Auglýsing -

Skýrsluna má lesa hérna, en skýrsla fyrir árið 2018 kemur út í mars.

Hjálmar bendir á að undanfarin ár hafa Stígamót unnið markvisst að því að gera þjónustu fyrir karlkyns brotaþola sýnilegri og hjálpa fleirum að leita sér hjálpar. Á heimasíðu Stígamóta er hægt að finna nánari upplýsingar um hvað er í boði, ásamt alls konar fræðsluefni. Einnig er hægt að hringja í síma 562 6868 til að panta tíma hjá Stígamótum. Auk þess er netspjall á heimasíðu Stígamóta, þar sem hægt er að koma fram undir dulnefni.

Sjá einnig: Glímir enn við reiðina
Sjá einnig: Lifði í stöðugum ótta
Sjá einnig: Karlar eiga alltaf að vera til í kynlíf

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -