Sjö hafa greinst með COVID-19 hér á landi á síðasta sólarhring og er fjöldi staðfestra COVID-19 smita hér á landi er kominn upp í 1.727. Virk smit eru 642 samkvæmt nýjustu tölum á covid.is.
177 sýni voru rannsökuð á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær og þrjú þeirra reyndust jákvæð. Þá voru 870 sýni rannsökuð hjá Íslenskri erfðagreiningu í gær og fjögur smit greindust í þeim sýnum.
Samkvæmt tölum covid.is hafa 1.077 einstaklingar náð bata eftir að hafa smitast.
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar í dag klukkan 14.00. Gestur fundarins verður Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Hann mun ræða vísindagrein sem vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar birtu, ásamt öðrum, í læknaritinu New England Journal of Medicine í gærkvöld.