Líf fræga fólksins er stundum úti um allt, á öllum miðlum og verða hinir minnstu atburðir að stórum fréttum.
Það eru samt sem áður nokkur stjörnupör sem hafa náð að halda einum af mikilvægustu dögunum í lífinu leyndum, sjálfum brúðkaupsdeginum.
1. Brúðkaupið tilkynnt á Instagram
Spéfuglinn Amy Schumer kom aðdáendum sínum á óvart fyrir stuttu þegar hún tilkynnti það á Instagram að hún hefði gengið að eiga kærasta sinn, kokkinn Chris Fischer. Amy birti fullt af myndum af athöfninni og skrifaði við þær einfaldlega: Jebb.
2. Gift eftir eins árs samband
Leikaraparið Blake Lively og Ryan Reynolds giftu sig í laumi í Charleston árið 2012, en þau byrjuðu saman árið 2011. Blake og Ryan hafa ekki mikið opnað sig um brúðkaupið en brúðurin ku hafa ljómað í kjól frá Marchesa og hælum frá Christian Louboutin. Ryan klæddist jakkafötum frá Burberry. Þau deildu hins vegar nokkrum myndum úr veislunni á vefsíðunni Martha Stewart Weddings, þó mestmegnis af matnum og skreytingum.
3. Giftingarhringur á fingri á internetinu
Leikkonan Ellen Page birti mynd af höndum sínum og eiginkonu sinnar, Emmu Porter, á Instagram í byrjun janúar á þessu ári og tilkynnti þar með að þær hefðu látið pússa sig saman, enda báðar með giftingarhring á fingri.
„Ég trúi því ekki að ég geti kallað þessa undursamlegu konu eiginkonu mína,“ skrifar Ellen við myndina.
4. Vildu ekki öskra heitin
Leikarinn Ashton Kutcher gekk að eiga leikkonuna Milu Kunis árið 2015 og náðu þau að halda því leyndu fyrir umheiminum.
Ashton sagði seinna í samtali við spjallþáttadrottninguna Ellen DeGeneres að hann hefði skipulega verið að birta myndir af sér á samfélagsmiðlum til að rugla fjölmiðla í ríminu því parið vildi ekki mikil læti við athöfnina. Þau vildu ekki öskra heitin sín á þessum stóra degi. Mila sagði síðar í samtali við Conan O’Brien að giftingarhringarnir hefðu verið keyptir á Etsy.
5. Stuttur gestalisti
Tónlistarhjónin Beyoncé og Jay-Z giftu sig við leynilega athöfn árið 2008 og hafa lítið sem ekkert tjáð sig um stóra daginn í fjölmiðlum síðan. Gestalistinn var styttri en gengur og gerist í stjörnuheimum og lögðu hjónin mikið upp úr því að skapa nánd, bæði við athöfnina og í veislunni sjálfri.
6. Ástfangin í Ástralíu
Leikkonan Margot Robbie játaðist Tom Ackerley í Ástralíu árið 2016. Sögusagnir fóru af stað um brúðkaupið eftir að Margot sást klædd bol sem á stóð Say I Do Down Under, eða Segðu Já í Ástralíu. Margot svaraði þessum sögusögnum með því að birta mynd af giftingarhringnum á Instagram.
7. Þriggja vikna fyrirvari
Leikkonan Zoe Saldana giftist ítalska listamanninum Marco Pergo árið 2013 en í viðtali við The Hollywood Reporter stuttu síðar sagði Zoe að brúðkaupið hefði verið ákveðið með aðeins þriggja vikna fyrirvara.
Texti / Lilja Katrín
[email protected]