Fimmtudagur 12. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Sjö stjörnupör sem giftu sig í laumi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Líf fræga fólksins er stundum úti um allt, á öllum miðlum og verða hinir minnstu atburðir að stórum fréttum.

Það eru samt sem áður nokkur stjörnupör sem hafa náð að halda einum af mikilvægustu dögunum í lífinu leyndum, sjálfum brúðkaupsdeginum.

1. Brúðkaupið tilkynnt á Instagram

Spéfuglinn Amy Schumer kom aðdáendum sínum á óvart fyrir stuttu þegar hún tilkynnti það á Instagram að hún hefði gengið að eiga kærasta sinn, kokkinn Chris Fischer. Amy birti fullt af myndum af athöfninni og skrifaði við þær einfaldlega: Jebb.

Yup

A post shared by @ amyschumer on

2. Gift eftir eins árs samband

Leikaraparið Blake Lively og Ryan Reynolds giftu sig í laumi í Charleston árið 2012, en þau byrjuðu saman árið 2011. Blake og Ryan hafa ekki mikið opnað sig um brúðkaupið en brúðurin ku hafa ljómað í kjól frá Marchesa og hælum frá Christian Louboutin. Ryan klæddist jakkafötum frá Burberry. Þau deildu hins vegar nokkrum myndum úr veislunni á vefsíðunni Martha Stewart Weddings, þó mestmegnis af matnum og skreytingum.

Not happy at all… ☺️

A post shared by Blake Lively (@blakelively) on

- Auglýsing -

3. Giftingarhringur á fingri á internetinu

Leikkonan Ellen Page birti mynd af höndum sínum og eiginkonu sinnar, Emmu Porter, á Instagram í byrjun janúar á þessu ári og tilkynnti þar með að þær hefðu látið pússa sig saman, enda báðar með giftingarhring á fingri.

„Ég trúi því ekki að ég geti kallað þessa undursamlegu konu eiginkonu mína,“ skrifar Ellen við myndina.

- Auglýsing -

4. Vildu ekki öskra heitin

Leikarinn Ashton Kutcher gekk að eiga leikkonuna Milu Kunis árið 2015 og náðu þau að halda því leyndu fyrir umheiminum.

Ashton sagði seinna í samtali við spjallþáttadrottninguna Ellen DeGeneres að hann hefði skipulega verið að birta myndir af sér á samfélagsmiðlum til að rugla fjölmiðla í ríminu því parið vildi ekki mikil læti við athöfnina. Þau vildu ekki öskra heitin sín á þessum stóra degi. Mila sagði síðar í samtali við Conan O’Brien að giftingarhringarnir hefðu verið keyptir á Etsy.

A post shared by Ashton Kutcher (@aplusk) on

5. Stuttur gestalisti

Tónlistarhjónin Beyoncé og Jay-Z giftu sig við leynilega athöfn árið 2008 og hafa lítið sem ekkert tjáð sig um stóra daginn í fjölmiðlum síðan. Gestalistinn var styttri en gengur og gerist í stjörnuheimum og lögðu hjónin mikið upp úr því að skapa nánd, bæði við athöfnina og í veislunni sjálfri.

6. Ástfangin í Ástralíu

Leikkonan Margot Robbie játaðist Tom Ackerley í Ástralíu árið 2016. Sögusagnir fóru af stað um brúðkaupið eftir að Margot sást klædd bol sem á stóð Say I Do Down Under, eða Segðu Já í Ástralíu. Margot svaraði þessum sögusögnum með því að birta mynd af giftingarhringnum á Instagram.

A post shared by @margotrobbie on

7. Þriggja vikna fyrirvari

Leikkonan Zoe Saldana giftist ítalska listamanninum Marco Pergo árið 2013 en í viðtali við The Hollywood Reporter stuttu síðar sagði Zoe að brúðkaupið hefði verið ákveðið með aðeins þriggja vikna fyrirvara.

My heart. My soul. My love. #mothersdaycontinues #besthusbandever

A post shared by Zoe Saldana (@zoesaldana) on

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -