Leikarinn Rami Malek, sem fer með hlutverk tónlistarmannsins Freddie Mercury, söngvara Queen, í kvikmyndinni Bohemian Rhapsody, segir það draumi líkast að vera tilnefndur til Óskarsverðlauna.
Leikarinn Rami Malek er tilnefndur sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í Bohemian Rhapsody. Myndin er einnig tilnefnd sem besta myndin á hátíðinni. Alls hlýtur myndin fimm Óskarstilnefningar.
Bohemian Rhapsody var afar sigursæl á Golden Globe-verðlaunahátíðinni sem haldin var í byrjun janúar en myndin var valin besta myndin og Rami Malek var valinn besti leikarinn. Þrátt fyrir að hafa hlotið Golden Globe-verðlaun nýlega brá honum við að heyra að hann væri tilnefndur til Óskarsverðlauna.
„Það er eitthvað við það að heyra að þú sér tilnefndur til Óskarsverðlauna, það er alltaf að fara að vera ótrúlega sjokkerandi,“ sagði hann í viðtali við Entertainment Weekly.
„Þetta er bara eitthvað sem þú býst ekki við að gerist. Þetta er eins og fjarlægur draumur sem leikarar eiga sér.“
Óskarsverðlaunahátíðin verður haldin 24. febrúar. Listann yfir tilnefningar er hægt að skoða í heild sinni á vef Óskarsverðlaunahátíðarinnar.