Verðlaunarithöfundurinn Sjón er ekki hrifinn af orðum Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra; sendi honum væna sneið á á Twitter.
Sjón getur ekki orða bundist vegna frétta um að dómsmálaráðherra vilj setja upp lokaðar búðir fyrir hælisleitendur í neyð sem koma hingað til landsins, en er synjað um hæli:
Svo mælir Sjón:
„Þetta heitir einangrunarbúðir á íslensku. Hægri öfgahyggjan er ekki á leiðinni til Íslands frá útlöndum eins og Katrín (Jakobsdóttir) segist hafa áhyggjur af, hún lifir nú þegar góðu lífi í ríkisstjórninni sem hún sjálf fer fyrir.“