Mánudagur 18. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Sjónvarpsframleiðandi tvísaga um fjárveitingu frá Samherja

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samherji hefur birt stiklu með upptökum af Helga Seljan fréttamanni og er þar um að ræða brot úr Samherjaþáttum sem sýndir verða um meinta mútustarfsemi fyrirtæksins við Afríkuveiðar. Áður hafa verið gerðir sjónvarpsþættir um fyrirtækið þar sem fjallað var um húsleit Seðlabanka Íslands hjá því og voru þeir þættir sýndir á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Sigurður Kristinn Kolbeinsson sá um þá þætti fyrir sjónvarpsstöðina og hann vísaði því á bug í samtali við Mannlíf að hafa verið fenginn til verksins af Samherja eða að hafa fengið greitt fyrir gerð þáttanna frá fyrirtækinu. Aðspurður sagðist hann ekki koma nálægt gerð hinna nýju þátta.

„Nei, nei, nei. Það er langt síðan ég gerði þessa þætti og þeir hafa ekkert með þessi mál að gera. Ég kem ekki nálægt því. Ég var ekki fenginn til verksins og þeir áttu ekki hugmyndina að þeim. Ég framleiddi þetta sjálfur fyrir Hringbraut. Því fer fjarri að ég hafi verið fenginn til þess eða fengið greitt fyrir frá Samherja, ekkert svoleiðis,“ sagði Sigurður Kristinn í samtali við Mannlíf.

Sjá hér: Samherji greiddi ekki fyrir sjónvarpsþátt á Hringbraut. 

Þessar fullyrðingar stangast aftur á móti á við fyrri tilsvör Sigurðar Kristins, þá í samtali við Stundina. Þar kemur fram að Samherji borgaði og stýrði efnisvali að hluta til vegna gerð þáttanna og virðist Sigurður Kristinn ganga við því að þættir Hringbrautar um meint gjaldreyrisbrot Samherja hafi verið kostuð af útgerðarfyrirtækinu að einhverju leyti. Mál Seðalabanka Íslands gegn Samherja var á endanum látið niður falla. „Samherji kostaði þann þátt að langmestu leyti. Í þeim þætti var meira að segja kannski svolítið langt gengið þar sem birt var samtal Þorsteins Más Baldvinssonar við Má Guðmundsson seðlabankastjóra án þess að hann vissi af því. Hann viðurkenndi það þegar við vorum að vinna þáttinn að þetta væri brot á reglum en hann ákvað að taka á sig alla ábyrgð og skaða jafnvel þó Hringbraut hefði þurft að lúta í lægri haldi ef þetta hefði orðið eitthvað,“ sagði Sigurður Kristinn.

Mannlíf sló aftur á þráðinn til Sigurðar Kristins í dag til að bera það undir hann hvor útgáfan sé sú rétta varðandi styrktarfé frá Samherja. Samtalið var á þess leið:

Blaðamaður: Sæll Sigurður, Trausti heiti ég, blaðamaður Mannlífs á nýjan leik. 

Sigurður: Já blessaður.

- Auglýsing -

Blaðamaður: Fyrirgefðu ónæðið. 

Sigurður: Ég er dáldið mikið upptekinn Trausti, ég er að reyna að reka fyrirtæki hérna. Var ég ekki búinn að svara þér öllu um þetta mál? 

Blaðamaður: Ég þarf bara að spyrja þig að einu. Eftir að við töluðum saman fór ég aðeins að grúska og fann hérna umfjöllun um þessa þætti, eldri umfjöllun. Þar sem þú ert kvótaður um að Samherji hafi borgað þessa þætti að mestu leiti? 

- Auglýsing -

Sigurður: Já, nei, það er eldgamalt mál og tengist Hringbraut. Ég ætla ekkert að tjá mig um það. Þeir voru ekkert að borga mér neitt, það er ekkert svoleiðis. Ég er búinn að fá alveg nóg af þessu máli. Það kemur ekkert því við sem þú ert að skrifa um útaf einhverjum þætti sem er verið að sýna á RÚV á morgun. Ég er búinn að kynna mér þetta, hringdi niður á Hringbraut, en þetta er einhver þáttur sem þeir hafa framleitt sjálfir og RÚV er að sýna. 

Blaðamaður: Algjörlega. Enda er ég ekkert að tengja þig við þá þætti. Fréttin er hins vegar um það hvort þeir hafi greitt fyrir fyrri þætti. 

Sigurður: Ekkert svoleiðis. Ég vil ekkert ræða þetta mál frekar. 

Blaðamaður: Þú sagðir við mig fyrr í dag að þú hefðir ekkert fengið greitt en svo sé ég kvót í þig þar sem þú segir að Samherji hafi greitt fyrir þessa framleiðslu. 

Sigurður: Það var blaðamaður sem var alveg útúr korti og rangtúlkaði það sem ég hafði sagt og það var ekki hægt að leiðrétta þetta. Ég fékk miklar skammir fyrir þetta því þetta kom svo ansalega útúr mér. 

Blaðamaður: Reyndir þú að lagfæra þetta? 

Sigurður: Þú mátt ekki hafa neitt eftir mér í því. Þú ert ekki að eiga neitt viðtal við mig, það er á hreinu. 

Blaðamaður: En ég þarf náttúrlega að bera þetta undir þig. 

Sigurður: Já. Heyrðu, ég ætla að slíta samtalinu. 

Og með því lauk samtalinu.

Þess bera að geta geta að Fjölmiðlanefnd tók þetta mál og aðra dagskrárgerð Hringbrautar til umfjöllunar og sektaði sjónvarpsstöðina um alls tvær milljónir króna í fjórum aðskildum ákvörðunum. Komst hún að þeirri niðurstöðu að kostandi þáttanna, Samherji hf., hafi haft áhrif á innihald og efnistök hins kostaða fréttatengda efnis og að um hafi verið að ræða einhliða umfjöllun sem ekki hafi verið í samræmi við hlutlægnikröfur laga um fjölmiðla.

Eins og áður sagði verður á morgun sýndur fyrsti þáttur Samherjaþátta sem taka munu á ásökunum um mútur við veiðar í Afríku. Heimildir Mannlífs herma að eitt af meginmarkmiðum þáttanna sé að afhjúpa Helga Selja fréttamann og var Þorbirni Þórðarsyni, fyrrum fréttamanni Stöðvar 2, falið það verkefni. Frétta­mað­ur­inn fyrr­ver­andi er í hópi þeirra að­ila sem veita Sam­herja að­stoð í kjöl­far upp­ljóstr­ana um meintar mútu­greiðsl­ur í Namib­íu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -